Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   þri 14. október 2025 07:35
Elvar Geir Magnússon
U21 riðill Íslands: Frakkar skorað tólf mörk í tveimur leikjum
Jean-Matteo Bahoya.
Jean-Matteo Bahoya.
Mynd: EPA
Franska U21 landsliðið lék sér í gær að Eistlandi í riðli okkar Íslendinga í undankeppni EM. Frakkland vann 6-1 sigur og hefur skorað tólf mörk í þeim tveimur leikjum sem liðið hefur spilað; það vann topplið Færeyja 6-0 í síðustu viku.

Það var fyrsti leikur Frakka en leik liðsins gegn Lúxemborg var frestað eftir að liðsrúta Lúxemborgar lenti í slysi.

Mathys Tel og Wilson Odobert (2), leikmenn Tottenham, skoruðu báðir í gær. Eli Junior Kroupi (2) í Bournemouth og Djaoui Cisse í Rennes skoruðu hin mörkin.

Ísland er án sigurs í riðlinum, tapaði gegn Færeyjum en gerði svo jafntefli gegn Eistland og Sviss. Í dag klukkan 15 mun Ísland taka á móti Lúxemborg á Þróttarvelli.

Liðin í riðlinum eru búin með mismarga leiki en Færeyjar eru á toppnum þrátt fyrir skellinn gegn Frakklandi í síðustu viku.

1. Færeyjar 9 stig eftir 4 leiki
2. Frakkland 6 stig eftir 2 leiki
3. Sviss 4 stig eftir 2 leiki
4. Ísland 2 stig eftir 3 leiki
5. Eistland 2 stig eftir 4 leiki
6. Lúxemborg 1 stig eftir 2 leiki


Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 4 3 1 0 14 - 2 +12 10
2.    Færeyjar 6 3 0 3 6 - 12 -6 9
3.    Sviss 5 2 2 1 7 - 4 +3 8
4.    Ísland 5 2 2 1 7 - 5 +2 8
5.    Lúxemborg 5 1 1 3 6 - 9 -3 4
6.    Eistland 5 0 2 3 5 - 13 -8 2
Athugasemdir
banner
banner