Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 21:46
Ívan Guðjón Baldursson
Gabríel Aron til Breiðabliks eftir tímabilið (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Breiðablik
Breiðablik er búið að staðfesta félagaskipti Gabríels Aron Sævarssonar frá Keflavík.

Gabríel Aron er 19 ára gamall og hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Keflavíkur í Lengjudeildinni þrátt fyrir ungan aldur. Þá spilaði hann sinn fyrsta landsleik á dögunum þegar hann kom inn sem varamaður í leik hjá U19 landsliðinu.

Gabríel gerir þriggja ára samning við Breiðablik en hann mun ekki ganga til liðs við félagið fyrr en eftir núverandi keppnistímabil. Hann klárar því tímabilið með Keflvíkingum áður en hann flytur í Kópavoginn.

Gabríel leikur sem framherji og hefur skorað 6 mörk í 16 leikjum með Keflavík í sumar.

   14.07.2025 11:43
Breiðablik hefur rætt við Gabríel Aron

Athugasemdir
banner