Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mán 14. júlí 2025 15:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
'Þetta fór ekki neitt í taugarnar á mér'
'Þetta fór ekki neitt í taugarnar á mér'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Við ætlum að gera allt sem við getum til að ná góðum úrslitum og erum mjög bjartsýnir og vongóðir um það'
'Við ætlum að gera allt sem við getum til að ná góðum úrslitum og erum mjög bjartsýnir og vongóðir um það'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spilað á ?ópavogsvelli á morgun.
Spilað á ?ópavogsvelli á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19:00 annað kvöld tekur Breiðablik á móti Egnatia á Kópavogsvelli í seinni leik liðanna í 1. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni. Albönsku meistararnir leiða með einu marki eftir 1-0 heimasigur í fyrri leiknum.

Kári Snorrason ræddi við Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks, á Kópavogsvelli í dag.

„Stemningin í liðinu er frábær, þetta er með því skemmtilegra sem þú gerir að taka þátt í svona leikjum spila við öðruvísi lið; allt öðruvísi fótbolti, öðruvísi týpur af leikmönnum og leikstíl, og mikið í húfi líka. Þetta er mjög skemmtilegur hluti af tímabilinu," segir Dóri.

Sigurliðið í einvíginu fer áfram í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar og mætir þar pólksu meisturunum í Lech Poznan, en tapliðið fer í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildarinnar og mætir þar tapliðinu úr einvígi búlgarska liðsins Ludogorets og Dinamo Minsk frá Belarús.

„Ég á raunverulega erfitt með að átta mig á því, það er erfitt fyrir mig að ætla að þeir séu eins og einhver önnur lið frá þessu svæði eða eitthvað slíkt. Við höfum nokkur ár í röð, og stundum við meira en eitt lið á tímabili, frá þessu svæði í Evrópu. Leikirnir hafa margir verið sérstakir, sérstaklega þegar liðin hafa getað varið eitthvað, þá hafa þau farið mjög djúpt, tafið leikinn og reynt að gera dómaranum erfitt fyrir. En það var ekkert sem benti til þess í leiknum úti, þeir spiluðu heiðarlega og virkilega góðan leik. Þeir vilja pressa á köflum, halda vel í boltann, mjög góðir fótboltamenn í liðinu. Ég átta mig ekki á því, við gerum bara ráð fyrir hvoru tveggja; að þeir komi til að verja forskotið sitt og eins að þeir spili sinn leik eins og þeir gerðu úti."

„Við þurfum að halda aðeins betur í boltann en við gerðum síðast. Ef þeir koma og pressa á blautu gervigrasi þá eru möguleikar sem voru til staðar úti en kannski erfiðara að framkvæma þar sem ég sé fyrir mér að við getum nýtt okkur. Ef þeir liggja, þá verður þetta þolinmæðisvinna og við erum svo sannarlega búnir að fá æfingu í því í sumar í ellefu leikjum af fjórtán. Við ætlum að vera bæði klárir í að spila hratt í gegnum þá og svo í þolinmæði ef þeir fara djúpt."

„Við ætlum að gera allt sem við getum til að ná góðum úrslitum og erum mjög bjartsýnir og vongóðir um það,"
segir Dóri.

Hann var spurður út í fagnaðarlæti Egnatia eftir sigurmarkið í fyrri leiknum en Albanarnir fögnuðu innilega og fékk leikmaður á bekknum, Regi Lushkja, sitt annað gula spjald fyrir að fara inn á völlinn. Fór það í taugarnar á ykkur hvernig þeir fögnuðu?

„Nei, við getum ekki haft neina skoðun á því hvernig andstæðingurinn fagnar sínum mörkum. Þeir sýndu okkur mikla virðingu held ég með þessum fagnaðarlátum, veit ekki hvort þeir bjuggust við þessum úrslitum, eðlilegt að menn fagna mörkum, sérstaklega seint í leikjum. Þetta er bara hálfnað, þeir eiga eftir að koma hingað á Kópavogsvöll. En þetta fór ekki neitt í taugarnar á mér," segir Dóri.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner