Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
banner
   mán 14. júlí 2025 17:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
'Ég tel möguleikana frekar góða'
'Ég tel möguleikana frekar góða'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég lít á þetta þannig að það sé í okkar höndum að moka þessu yfir línuna á morgun'
'Ég lít á þetta þannig að það sé í okkar höndum að moka þessu yfir línuna á morgun'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mannskapurinn er einbeittur og tilbúinn fyrir morgundaginn," segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, við Fótbolta.net, en framundan er leikur gegn Egnatia í 1. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni. Um seinni leik liðanna er að ræða, albönsku meistararnir leiða með einu marki eftir fyrri leikinn sem fram fór í Albaníu. Á Kópavogsvelli, klukkan 19:00 annað kvöld, verður flautað til leiks í seinni leiknum.

Sigurliðið í einvíginu fer áfram í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar og mætir þar pólsku meisturunum í Lech Poznan, en tapliðið fer í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildarinnar og mætir þar tapliðinu úr einvígi búlgarska liðsins Ludogorets og Dinamo Minsk frá Belarús.

„Ég býst við að þeir muni tiltölulega fljótt reyna hægja á leiknum; tefja og falla til baka. Þetta verður kannski þolinmæðisverk, við munum klárlega stýra leiknum, þurfum að passa að halda tempóinu uppi þegar færi gefst og vera þolinmóðir á sama tíma."

„Fyrri leikurinn var nokkuð jafn, ekki mikið um færi og jafntefli hefði sennilega verið sanngjörn og eðlileg niðurstaða, en þeir náðu marki í lokin. Þetta er flott lið, en þetta verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli."

„Ég tel möguleikana frekar góða, við erum auðvitað undir í hálfleik og þetta er gott lið, en ég lít á þetta þannig að það sé í okkar höndum að moka þessu yfir línuna á morgun."


Sigumark Egnatia í fyrri leiknum kom í uppbótartíma og fögnuðu heimamenn gríðarlega mikið. Fór það í taugarnar á ykkur?

„Nei nei, ég skil þá svo sem alveg, sigurmark seint í leiknum, geðshræringar sem fylgdu því. Maður var ekki að lesa meira í það."

Regi Lushkja fékk sitt annað gula spjald í fagnaðarlátunum og verður ekki með á Kópavogsvelli.

„Dómarinn var búinn að brýna fyrir öllum að það yrði spjaldað ef menn væru að hlaupa úr boðvangnum, hann hefur bara gleymt sér."

Það er bongó á Íslandi í dag, Höskuldur var spurður hvort það hjálpi Albönunum frekar en Blikum.

„Ég held að það eigi að draga ský fyrir sólu á morgun, við vonum að það komi jafnvel smá rigning og kólni aðeins, en við erum svo sem ekkert að pæla í því," segir fyrirliðinn.
Athugasemdir
banner