Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mán 14. júlí 2025 17:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
'Ég tel möguleikana frekar góða'
'Ég tel möguleikana frekar góða'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég lít á þetta þannig að það sé í okkar höndum að moka þessu yfir línuna á morgun'
'Ég lít á þetta þannig að það sé í okkar höndum að moka þessu yfir línuna á morgun'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mannskapurinn er einbeittur og tilbúinn fyrir morgundaginn," segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, við Fótbolta.net, en framundan er leikur gegn Egnatia í 1. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni. Um seinni leik liðanna er að ræða, albönsku meistararnir leiða með einu marki eftir fyrri leikinn sem fram fór í Albaníu. Á Kópavogsvelli, klukkan 19:00 annað kvöld, verður flautað til leiks í seinni leiknum.

Sigurliðið í einvíginu fer áfram í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar og mætir þar pólsku meisturunum í Lech Poznan, en tapliðið fer í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildarinnar og mætir þar tapliðinu úr einvígi búlgarska liðsins Ludogorets og Dinamo Minsk frá Belarús.

„Ég býst við að þeir muni tiltölulega fljótt reyna hægja á leiknum; tefja og falla til baka. Þetta verður kannski þolinmæðisverk, við munum klárlega stýra leiknum, þurfum að passa að halda tempóinu uppi þegar færi gefst og vera þolinmóðir á sama tíma."

„Fyrri leikurinn var nokkuð jafn, ekki mikið um færi og jafntefli hefði sennilega verið sanngjörn og eðlileg niðurstaða, en þeir náðu marki í lokin. Þetta er flott lið, en þetta verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli."

„Ég tel möguleikana frekar góða, við erum auðvitað undir í hálfleik og þetta er gott lið, en ég lít á þetta þannig að það sé í okkar höndum að moka þessu yfir línuna á morgun."


Sigumark Egnatia í fyrri leiknum kom í uppbótartíma og fögnuðu heimamenn gríðarlega mikið. Fór það í taugarnar á ykkur?

„Nei nei, ég skil þá svo sem alveg, sigurmark seint í leiknum, geðshræringar sem fylgdu því. Maður var ekki að lesa meira í það."

Regi Lushkja fékk sitt annað gula spjald í fagnaðarlátunum og verður ekki með á Kópavogsvelli.

„Dómarinn var búinn að brýna fyrir öllum að það yrði spjaldað ef menn væru að hlaupa úr boðvangnum, hann hefur bara gleymt sér."

Það er bongó á Íslandi í dag, Höskuldur var spurður hvort það hjálpi Albönunum frekar en Blikum.

„Ég held að það eigi að draga ský fyrir sólu á morgun, við vonum að það komi jafnvel smá rigning og kólni aðeins, en við erum svo sem ekkert að pæla í því," segir fyrirliðinn.
Athugasemdir
banner