Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 11:17
Elvar Geir Magnússon
Skoskir dómarar í Kópavoginum í kvöld
Mynd: EPA
Breiðablik tekur á móti albönsku meisturunum í Egnatia á Kópavogsvelli í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Blikar mæta inn í leikinn einu marki undir eftir tap í fyrri leik liðanna erlendis. Þar hafði Egnatia betur og verðskuldaði sigurinn þó að sigurmarkið hafi komið grátlega seint.

Ef Blikar slá út Egnatia munu þeir mæta pólsku meisturunum í Lech Poznan í 2. umferð sem spiluð verður 22/23. júlí og 29/30. júlí.

Það verða skoskir dómarar sem sjá um að dæma leikinn en aðaldómari verður David Dickinson. Notast verður við VAR myndbandsdómgæslu og Kevin Clancy er sérstakur VAR dómari.

Á fimmtudaginn leika Valur og Víkingur seinni leiki sína í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Valsmenn fara til Eistlands með 3-0 forystu og mæta Flóru Tallinn. Þar sjá Svíar um dómgæsluna en aðaldómari verður Oscar Johnson.

Víkingur tekur á móti Malisheva frá Kósovó eftir 1-0 sigur í útileiknum. Í Fossvoginum verða dómarar frá Litáen en aðaldómari verður Robertas Valikonis.
Athugasemdir
banner
banner
banner