Hinn nítján ára gamli Kjartan Már Kjartansson er að fóta sig í nýrri deild en þessi efnilegi varnartengiliður var seldur frá Stjörnunni til skoska úrvalsdeildarliðsins Aberdeen í sumar.
„Maður er að koma sér inn í þetta. Þetta er krefjandi en á sama tíma drullugaman. Þetta er bara geggjað," segir Kjartan, sem er spenntur fyrir því sem framundan er í skoska boltanum.
„Maður er að koma sér inn í þetta. Þetta er krefjandi en á sama tíma drullugaman. Þetta er bara geggjað," segir Kjartan, sem er spenntur fyrir því sem framundan er í skoska boltanum.
Kjartan hefur verið á bekknum í fyrstu deildarleikjum Aberdeen á tímabilinu og ekki enn fengið tækifæri.
„Ég er kominn í töluvert betri deild og maður er að læra á hverjum degi. Þetta er bara tímaspursmál."
Byrjun liðsins hefur verið erfið og það tapað öllum þremur leikjum sínum. Hvert er markmið Aberdeen?
„Markmiðið er fyrst og fremst að fara að vinna leiki. Það er búið að ganga brösuglega í byrjun en þegar takturinn kemur þá hef ég engar áhyggjur af þessu. Þá fara sigrarnir að koma," segir Kjartan.
Kjartan er í landsliðsverkefni með U21 landsliði Íslands en framundan eru leikir gegn Færeyjum og Eistlandi, fyrstu leikirnir í undankeppni EM. Hann ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu í Laugardalnum í dag en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir