PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Hrós og hársprey - „Meinti sem leikmaður inni á vellinum“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   mið 03. september 2025 11:30
Elvar Geir Magnússon
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Logi í leik með U21 landsliðinu.
Logi í leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Hrafn Róbertsson er ekki ánægður með sína stöðu hjá NK Istra í Króatíu en hann hefur lítið fengið að spila síðan í febrúar. Það eru fimm umferðir búnar af króatísku deildinni þetta tímabilið og hann aðeins fengið nokkrar mínútur.

„Ég hef ekki fengið þau tækifæri sem ég hefði viljað. Maður er aldrei sáttur sem fótboltamaður þegar maður er á bekknum. Ég þarf bara að bíða eftir tækifærinu, þegar það kemur er ég klár," segir Logi við Fótbolta.net.

Hann gekk í raðir Istra í upphafi árs, eftir að hafa leikið með FH í Bestu deildinni. Hefur hann rætt stöðu sína við þjálfarann?

„Ég hef alveg spjallað við hann. Mótið núna er nýbyrjað, það var skipt um þjálfara í sumar. Það eru bara 4-5 leikir búnir núna. Það hlýtur að koma tækifæri."

„Eins og ég segi þá er maður ekki sáttur á bekknum, ég sé hvernig þetta verður fyrir áramót og svo tekur maður stöðuna. Hvort það verði eitthvað annað, maður veit ekki."

Þó Logi fái lítið að spila er hann ánægður með lífið utan vallar í Króatíu og segir gæði deildarinnar mikil.

„Lífið í Króatíu er mjög næs, það er alltaf gott veður og mjög ljúft að vera þarna. Deildin er mjög sterk og það eru stór lið þarna. Levelið er mjög hátt. Mitt lið hefur ekki farið mjög vel af stað núna á þessu tímabili."

Logi er kominn til Íslands þar sem hann er á leið í landsliðsverkefni með U21 landsliðinu en framundan eru leikir gegn Færeyjum og Eistlandi, fyrstu leikirnir í undankeppni EM. Í viðtalinu, sem sjá má í heild hér að ofan, ræðir Logi um komandi leiki og riðil Íslands.
Athugasemdir
banner
banner