Í BEINNI
Besta-deild karla - Efri hluti
Valur

46'
0
0
0


Valur
0
0
Breiðablik

22.09.2025 - 19:15
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
4. Markus Lund Nakkim
5. Birkir Heimisson
6. Bjarni Mark Duffield
8. Jónatan Ingi Jónsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Albin Skoglund
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
17. Lúkas Logi Heimisson
20. Orri Sigurður Ómarsson
- Meðalaldur 29 ár
Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
7. Aron Jóhannsson
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Kristján Oddur Kristjánsson
16. Stefán Gísli Stefánsson
21. Jakob Franz Pálsson
22. Marius Lundemo
23. Adam Ægir Pálsson
33. Andi Hoti
- Meðalaldur 26 ár
Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Patrick Pedersen
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Örn Erlingsson
Chris Brazell
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
45. mín
Hálfleikstölfræði
Valur - Breiðablik
45% - Með Bolta - 55%
11 - Skot - 10
3 - Skot á mark - 3
3 - Hornspyrnur - 9
45% - Með Bolta - 55%
11 - Skot - 10
3 - Skot á mark - 3
3 - Hornspyrnur - 9
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik
Stórskemmtilegur fyrri hálfleikur að baki þrátt fyrir að staðan sé enn markalaus. Eftir góða byrjun Breiðabliks komu Valsmenn sér betur inn í leikinn, jöfn staða eflaust sanngjörn.
45. mín
Óli Valur með góða fótavinnu í teig heimamanna, færir sig yfir á hægri og þrumar boltanum rétt framhjá marki Vals.
42. mín
Taka tvö
Breiðablik fær aukaspyrnu í góðu skotfæri. Tobias Thomsen stígur upp og tekur skotið en setur boltann beint í vegginn.
Blikar fengu aukaspyrnu á sama stað fyrr í leiknum og endaði það á nákvæmlega sama hátt, nema þá lét Höskuldur Gunnlaugsson vaða.
Blikar fengu aukaspyrnu á sama stað fyrr í leiknum og endaði það á nákvæmlega sama hátt, nema þá lét Höskuldur Gunnlaugsson vaða.
38. mín
Aftur ógna heimamenn!
Valur fær hornspyrnu. Boltinn á Markus Nakkim á nærsvæðinu sem setur boltann rétt framhjá.
37. mín
Góð skyndisókn Valsara!
Valsarar keyra í skyndisókn. Tryggvi Hrafn nýtir hraðann og keyrir á teiginn. Þar lætur hann vaða en Anton Ari ver vel.
36. mín
Valsmenn í góðu færi!
Valsmenn halda í boltann eftir hornspyrnuna. Boltinn fer í gegnum allan pakkann og á fjær. Þar lúrir Tryggvi Hrafn sem hittir ekki boltann nægilega vel og nær ekki að stýra honum á rammann.
35. mín
Damir með herfilega sendingu til baka á Anton Ara sem nær ekki til knattarins og úr þessu uppskera Valsmenn hornspyrnu.
32. mín
Kristinn Freyr liggur niðri eftir einvígi, leikurinn stopp og menn ræða málin. Birkir Heimisson stjakar örlítið við Valgeiri Valgeirssyni sem ýkir þetta vel og tekur um tíu skref til baka líkt og honum hefði verið hrint harkalega.
Skemmtilegir leiklistatilþrif frá afmælisbarninu Valgeiri Valgeirssyni.
Skemmtilegir leiklistatilþrif frá afmælisbarninu Valgeiri Valgeirssyni.

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
29. mín
Valsmenn fá nú hornspyrnu. Boltinn út í teiginn á Lúkas Loga sem lúðrar á markið en skotið rétt framhjá.
27. mín
Blikar að fá sína fjórðu hornspyrnu í röð. Boltinn fyrir markið en Ögmundur kýlir hann frá.
25. mín
Óli Valur með góða takta og þrumar á markið úr teig Valsmanna en Ögmundur ver í horn.
24. mín
Markus Nakkim með frábæran bolta í gegn á Jónatan Inga sem er við það að sleppa í gegn en Kristinn Jónsson gerir vel og kemur hættunni frá.
21. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Höskuldur tekur skotið en boltinn fer beint í varnarvegg heimamanna.
18. mín
Kristófer Ingi leggur boltann fyrir sig og lætur vaða við vítateig en Ögmundur ver örugglega í marki Vals.
14. mín
Blikar fá aukaspyrnu utarlega við vítateig. Kristinn Jónsson lætur vaða en Ömmi kýlir boltann frá.
9. mín
SLÁIN!
Birkir Heimis með þrumuskot fyrir utan teig sem hafnar í þverslánni. Þvílík byrjun á þessum leik!
6. mín
Breiðablik fær fyrstu hornspyrnu leiksins en spyrnan fer yfir pakkann og aftur fyrir endalínu.
5. mín
Klaufagangur í vörn Valsmanna!
Boltinn í teig heimamanna og úr verður misskilningur á milli Ömma og Hólmars, hvorugur fer í boltann og hann á leiðinni í markið en Orri Sigurður bjargar á línu!
1. mín
Flugeldar og konfettísprenging Kópacabana!
Við fáum flugeldasýningu hér rétt fyrir utan völlinn. Stuðningsmenn Breiðabliks sprengja í kjölfarið líklegast stærstu konfettí sprengju sem ég hef séð. Gott ef að þetta verði ekki sekt.
Glimmerið umlykur stúkuna, varamannabekkina og völlinn.
Glimmerið umlykur stúkuna, varamannabekkina og völlinn.
1. mín
Leikur hafinn
Blikar hefja leik!
Tobias Thomsen byrjar leikinn á að sparka boltanum í innkast.

Fyrir leik
Kristinn Jonsson fær það verðuga verkefni að dekka Jonatan sem fer mikið einn á einn, Gult spjald á Kristinn á Epic er 5 í stuðul, skemmtilegt.
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi - Ögmundur byrjar í marki Vals
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, gerir tvær breytingar frá 1-2 tapi gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Jakob Franz Pálsson og markvörðurinn Stefán Þór Ágústsson taka sér sæti á bekknum.
Í þeirra stað kemur fyrirliðinn Hólmar Örn Eyjólfsson og Ögmundur Kristinsson. Hólmar snýr aftur eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik.
Ögmundur spilaði síðast deildarleik fyrir Val þann 16. september á síðasta ári. Síðasti leikur Ögmundar fyrir Val var í mars en þá var hann rekinn af velli í sigri Vals á ÍR í undanúrslitaleik Lengjubikarsins.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir þrjár breytingar frá 1-1 jafntefli gegn ÍBV í síðasta leik Breiðabliks. Inn í byrjunarliðið koma þeir Kristinn Jónsson, Viktor Örn Margeirsson og Tobias Thomsen.
Úr byrjunarliði Breiðabliks víkja þeir Kristinn Steindórsson, Ásgeir Helgi Orrason og Davíð Ingvarsson. Kristinn er í leikbanni en Davíð er frá vegna meiðsla.
Í þeirra stað kemur fyrirliðinn Hólmar Örn Eyjólfsson og Ögmundur Kristinsson. Hólmar snýr aftur eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik.
Ögmundur spilaði síðast deildarleik fyrir Val þann 16. september á síðasta ári. Síðasti leikur Ögmundar fyrir Val var í mars en þá var hann rekinn af velli í sigri Vals á ÍR í undanúrslitaleik Lengjubikarsins.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir þrjár breytingar frá 1-1 jafntefli gegn ÍBV í síðasta leik Breiðabliks. Inn í byrjunarliðið koma þeir Kristinn Jónsson, Viktor Örn Margeirsson og Tobias Thomsen.
Úr byrjunarliði Breiðabliks víkja þeir Kristinn Steindórsson, Ásgeir Helgi Orrason og Davíð Ingvarsson. Kristinn er í leikbanni en Davíð er frá vegna meiðsla.

Fyrir leik
Kristinn Jónsson brattur fyrir leik
Fótbolti.net ræddi við Kristin Jónsson, vinstri bakvörð Breiðabliks, í aðdraganda leiksins.
„Auðvitað vitum við að Valur er með sterkt lið og er það lið sem hefur verið hvað sterkast á heimavelli í ár. En við erum búnir að undirbúa okkur mjög vel, liðið er í góðu líkamlegu formi og allir einbeittir á að ná í góð úrslit,” segir Kristinn.
Er eitthvað sérstakt sem þið þurfið að loka á hjá þeim?
„Miðað við hvernig síðasti leikur spilaðist geri ég ráð fyrir að þeir liggi meira til baka og reyni að nýta hraðann sinn fram á við til að sækja hratt þegar tækifæri gefast. Fyrir okkur er lykilatriði að halda boltanum, stjórna tempóinu og setja þá undir stöðuga pressu. Við þurfum líka að vera vel vakandi í transition og í föstum leikatriðum.”
Fimm leikir eru eftir af mótinu.
„Þeir leggjast mjög vel í mig. Framundan eru fimm erfiðir leikir þar sem við þurfum að eiga toppframmistöður til að eiga möguleika á Evrópusæti.”
„Auðvitað vitum við að Valur er með sterkt lið og er það lið sem hefur verið hvað sterkast á heimavelli í ár. En við erum búnir að undirbúa okkur mjög vel, liðið er í góðu líkamlegu formi og allir einbeittir á að ná í góð úrslit,” segir Kristinn.
Er eitthvað sérstakt sem þið þurfið að loka á hjá þeim?
„Miðað við hvernig síðasti leikur spilaðist geri ég ráð fyrir að þeir liggi meira til baka og reyni að nýta hraðann sinn fram á við til að sækja hratt þegar tækifæri gefast. Fyrir okkur er lykilatriði að halda boltanum, stjórna tempóinu og setja þá undir stöðuga pressu. Við þurfum líka að vera vel vakandi í transition og í föstum leikatriðum.”
Fimm leikir eru eftir af mótinu.
„Þeir leggjast mjög vel í mig. Framundan eru fimm erfiðir leikir þar sem við þurfum að eiga toppframmistöður til að eiga möguleika á Evrópusæti.”

Fyrir leik
Báðir leikirnir endað 2-1
Fyrri leikir á tímabilinu: Breiðablik 2-1 Valur, Valur 2-1 Breiðablik.
Til að fylgjast með: Við setjum bara þjálfarana í þennan flokk. Pressan á Túfa og Dóra er mikil og það verður líf í boðvöngunum.
Mikið mun mæða á: Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks þarf að keyra sína menn áfram eftir vont gengi upp á síðkastið.
Til að fylgjast með: Við setjum bara þjálfarana í þennan flokk. Pressan á Túfa og Dóra er mikil og það verður líf í boðvöngunum.
Mikið mun mæða á: Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks þarf að keyra sína menn áfram eftir vont gengi upp á síðkastið.

Fyrir leik
Kaldir Blikar
Í Kópavogi eru menn ekki sáttir við frammistöðuna né gengið hjá Breiðabliki eins og fjallað hefur verið rækilega um. Segja má að skorin hafi verið upp herör gegn Halldóri Árnasyni þjálfara og stjórnendum hjá mest áberandi röddum stuðningsmanna Breiðabliks í hlaðvörpum og víðar.
Íslandsmeistararnir hafa ekki fundið taktinn og er án sigurs í síðustu sjö leikjum. Liðið er komið í Sambandsdeildina en mikil ólga þó í kringum félagið og mikil hætta á að liðið verði ekki í Evrópu á næsta tímabili. Ekki eru margar vikur síðan Halldór gerði nýjan samning en síðan hefur illa vegnað.
Íslandsmeistararnir hafa ekki fundið taktinn og er án sigurs í síðustu sjö leikjum. Liðið er komið í Sambandsdeildina en mikil ólga þó í kringum félagið og mikil hætta á að liðið verði ekki í Evrópu á næsta tímabili. Ekki eru margar vikur síðan Halldór gerði nýjan samning en síðan hefur illa vegnað.

Fyrir leik
Valsmenn tapað þremur af síðustu fjórum
Valsmenn hafa misst toppsæti deildarinnar eftir að hafa tapað þremur af síðustu fjórum leikjum. Þeir halda sér í titilbaráttunni en vonin hefur veikst verulega eftir að ljóst var að Patrick Pedersen og síðan Frederik Schram yrðu ekkert meira með á tímabilinu.
Túfa setur stefnuna að sjálfsögðu áfram á titilinn og sér væntanlega kjörið tækifæri á þremur stigum á heimavelli gegn liði í krísu.
Túfa setur stefnuna að sjálfsögðu áfram á titilinn og sér væntanlega kjörið tækifæri á þremur stigum á heimavelli gegn liði í krísu.

Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Óli Valur Ómarsson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson
44. Damir Muminovic
77. Tobias Thomsen
- Meðalaldur 29 ár
Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
6. Arnór Gauti Jónsson
28. Birkir Þorsteinsson
29. Gabríel Snær Hallsson
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
33. Gylfi Berg Snæhólm
39. Breki Freyr Ágústsson
99. Guðmundur Magnússon
- Meðalaldur 21 ár
Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Brynjar Dagur Sighvatsson
Dagur Elís Gíslason
Gul spjöld:
Rauð spjöld: