Valur fær Breiðablik í heimsókn á Hlíðarenda í lokaleik 23. umferðar Bestu-deildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og búið er að opinbera byrjunarliðin.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 0 Breiðablik
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, gerir tvær breytingar frá 1-2 tapi gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Jakob Franz Pálsson og markvörðurinn Stefán Þór Ágústsson taka sér sæti á bekknum.
Í þeirra stað kemur fyrirliðinn Hólmar Örn Eyjólfsson og Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur spilaði síðast deildarleik fyrir Val þann 16. september á síðasta ári. Síðasti leikur Ögmundar fyrir Val var í mars en þá var hann rekinn af velli í sigri Vals á ÍR í undanúrslitaleik Lengjubikarsins.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir þrjár breytingar frá 1-1 jafntefli gegn ÍBV í síðasta leik Breiðabliks. Inn í byrjunarliðið koma þeir Kristinn Jónsson, Viktor Örn Margeirsson og Tobias Thomsen.
Úr byrjunarliðinu víkja þeir Kristinn Steindórsson, Ásgeir Helgi Orrason og Davíð Ingvarsson. Kristinn er í leikbanni en Davíð er utan hóps vegna meiðsla.
Byrjunarlið Valur:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
4. Markus Lund Nakkim
5. Birkir Heimisson
6. Bjarni Mark Duffield
8. Jónatan Ingi Jónsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Albin Skoglund
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
17. Lúkas Logi Heimisson
20. Orri Sigurður Ómarsson
Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Óli Valur Ómarsson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson
44. Damir Muminovic
77. Tobias Thomsen
Athugasemdir