Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 14. september 2025 22:28
Sölvi Haraldsson
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Hörkuleikur, tvö góð lið. Þetta var kaflaskiptur leikur, bæði lið vildu sigurinn mikið. Heilt yfir held ég að jafntefli væri sanngjörn niðurstaða.“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir 2-1 tap gegn Stjörnunni í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  2 Stjarnan

Hvað þurfti Valur að gera til þess að fá allaveganna eitthvað út úr þessum leik í kvöld?

„Við hefðum átt að nýta eitthvað af þeim færum sem við fáum. Við fáum góð færi og góðar stöður sem fór beint í horn eða framhjá. Eina sem ég var ósáttur með í dag var hvernig við fáum mörkin á okkur. Svolítið barnaleg mörk og við gáfum þeim forskot hérna strax. Heilt yfir lögðu menn mikla vinnu í þetta. Markið var í loftinu seinustu 20 mínúturnar til þess að jafna leikinn en þetta datt ekki alveg okkar meginn í dag.“

Var frammistaða Vals betri í dag en í seinasta leik í 2-1 tapi gegn Fram?

„Já ég myndi segja það. Þetta var skref fram á við í dag og meiri ákæfð í liðinu. Margir hlutir sem við vorum að æfa í vikunni sem voru heilt yfir að ganga vel. Það voru margar breytingar á liðinu líka. Þeir fengu margar hornspyrnur og tækifæri sem við erum ekki vanir að fá á okkur en þetta eru hlutir sem fylgja því að gera breytingar í markvarðarstöðunni á í varnarlínunni. Heilt yfir margt jákvætt sem við tökum úr leiknum þrátt fyrir tap.“

Seinustu vikur á Hlíðarenda hafa ekki alveg gengið nógu vel, búnir að missa toppsætið og menn í meiðsli, hvernig metur Túfa stöðuna og gengi liðsins?

„Staðan er þannig að eftir leiki dagsins erum við í 2. sætinu og 5 leikir eftir af úrslitakeppninni sem við ætlum að leggja allt í til að berjast um titilinn eins og planið var frá leik eitt. Undanfarnar vikur hefur verið mikið mótlæti og ekki fyrsta skiptið í sumar. Eins og segi við strákana að þá taka alvöru menn mótlætið á kassann og gefa enn meira í þetta. Mér fannst mínir menn gera það hérna í dag.“

Túfa hefur ekki áhyggjur af stöðunni þótt þetta sé ekki alveg að ganga núna.

„Þú vilt vinna leiki og meira en allt. Ef einhver vill vinna leiki mikið að þá er það ég. Maður er að fara að sofa og vakna á hverjum degi að vilja gera vel og vinna titilinn, það verður ekkert breytt í þessum síðustu fimm leikjum.“

Viðtalið við Túfa má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner