Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   sun 14. september 2025 22:28
Sölvi Haraldsson
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Hörkuleikur, tvö góð lið. Þetta var kaflaskiptur leikur, bæði lið vildu sigurinn mikið. Heilt yfir held ég að jafntefli væri sanngjörn niðurstaða.“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir 2-1 tap gegn Stjörnunni í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  2 Stjarnan

Hvað þurfti Valur að gera til þess að fá allaveganna eitthvað út úr þessum leik í kvöld?

„Við hefðum átt að nýta eitthvað af þeim færum sem við fáum. Við fáum góð færi og góðar stöður sem fór beint í horn eða framhjá. Eina sem ég var ósáttur með í dag var hvernig við fáum mörkin á okkur. Svolítið barnaleg mörk og við gáfum þeim forskot hérna strax. Heilt yfir lögðu menn mikla vinnu í þetta. Markið var í loftinu seinustu 20 mínúturnar til þess að jafna leikinn en þetta datt ekki alveg okkar meginn í dag.“

Var frammistaða Vals betri í dag en í seinasta leik í 2-1 tapi gegn Fram?

„Já ég myndi segja það. Þetta var skref fram á við í dag og meiri ákæfð í liðinu. Margir hlutir sem við vorum að æfa í vikunni sem voru heilt yfir að ganga vel. Það voru margar breytingar á liðinu líka. Þeir fengu margar hornspyrnur og tækifæri sem við erum ekki vanir að fá á okkur en þetta eru hlutir sem fylgja því að gera breytingar í markvarðarstöðunni á í varnarlínunni. Heilt yfir margt jákvætt sem við tökum úr leiknum þrátt fyrir tap.“

Seinustu vikur á Hlíðarenda hafa ekki alveg gengið nógu vel, búnir að missa toppsætið og menn í meiðsli, hvernig metur Túfa stöðuna og gengi liðsins?

„Staðan er þannig að eftir leiki dagsins erum við í 2. sætinu og 5 leikir eftir af úrslitakeppninni sem við ætlum að leggja allt í til að berjast um titilinn eins og planið var frá leik eitt. Undanfarnar vikur hefur verið mikið mótlæti og ekki fyrsta skiptið í sumar. Eins og segi við strákana að þá taka alvöru menn mótlætið á kassann og gefa enn meira í þetta. Mér fannst mínir menn gera það hérna í dag.“

Túfa hefur ekki áhyggjur af stöðunni þótt þetta sé ekki alveg að ganga núna.

„Þú vilt vinna leiki og meira en allt. Ef einhver vill vinna leiki mikið að þá er það ég. Maður er að fara að sofa og vakna á hverjum degi að vilja gera vel og vinna titilinn, það verður ekkert breytt í þessum síðustu fimm leikjum.“

Viðtalið við Túfa má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner