Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 14. september 2025 22:28
Sölvi Haraldsson
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Hörkuleikur, tvö góð lið. Þetta var kaflaskiptur leikur, bæði lið vildu sigurinn mikið. Heilt yfir held ég að jafntefli væri sanngjörn niðurstaða.“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir 2-1 tap gegn Stjörnunni í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  2 Stjarnan

Hvað þurfti Valur að gera til þess að fá allaveganna eitthvað út úr þessum leik í kvöld?

„Við hefðum átt að nýta eitthvað af þeim færum sem við fáum. Við fáum góð færi og góðar stöður sem fór beint í horn eða framhjá. Eina sem ég var ósáttur með í dag var hvernig við fáum mörkin á okkur. Svolítið barnaleg mörk og við gáfum þeim forskot hérna strax. Heilt yfir lögðu menn mikla vinnu í þetta. Markið var í loftinu seinustu 20 mínúturnar til þess að jafna leikinn en þetta datt ekki alveg okkar meginn í dag.“

Var frammistaða Vals betri í dag en í seinasta leik í 2-1 tapi gegn Fram?

„Já ég myndi segja það. Þetta var skref fram á við í dag og meiri ákæfð í liðinu. Margir hlutir sem við vorum að æfa í vikunni sem voru heilt yfir að ganga vel. Það voru margar breytingar á liðinu líka. Þeir fengu margar hornspyrnur og tækifæri sem við erum ekki vanir að fá á okkur en þetta eru hlutir sem fylgja því að gera breytingar í markvarðarstöðunni á í varnarlínunni. Heilt yfir margt jákvætt sem við tökum úr leiknum þrátt fyrir tap.“

Seinustu vikur á Hlíðarenda hafa ekki alveg gengið nógu vel, búnir að missa toppsætið og menn í meiðsli, hvernig metur Túfa stöðuna og gengi liðsins?

„Staðan er þannig að eftir leiki dagsins erum við í 2. sætinu og 5 leikir eftir af úrslitakeppninni sem við ætlum að leggja allt í til að berjast um titilinn eins og planið var frá leik eitt. Undanfarnar vikur hefur verið mikið mótlæti og ekki fyrsta skiptið í sumar. Eins og segi við strákana að þá taka alvöru menn mótlætið á kassann og gefa enn meira í þetta. Mér fannst mínir menn gera það hérna í dag.“

Túfa hefur ekki áhyggjur af stöðunni þótt þetta sé ekki alveg að ganga núna.

„Þú vilt vinna leiki og meira en allt. Ef einhver vill vinna leiki mikið að þá er það ég. Maður er að fara að sofa og vakna á hverjum degi að vilja gera vel og vinna titilinn, það verður ekkert breytt í þessum síðustu fimm leikjum.“

Viðtalið við Túfa má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner