Upphitun fyrir fyrstu umferðina eftir tvískiptingu
23. umferð Bestu deildarinnar er framundan en óhætt er að segja að keppni hafi aldrei verið eins spennandi. Nú er búið að skipta deildinni upp og hér hitum við upp og skoðum ýmsa fréttapunkta fyrir komandi leiki í efri hlutanum.
Tveir af leikjum umferðarinnar í efri deildinni verður á sunnudag en á mánudag er svo stórleikur Vals og Breiðabliks.
Tveir af leikjum umferðarinnar í efri deildinni verður á sunnudag en á mánudag er svo stórleikur Vals og Breiðabliks.
sunnudagur 21. september
19:15 Stjarnan-FH (Samsungvöllurinn)
Stjarnan er á flugi og eftir fimm sigra í röð er liðið skyndilega komið í ansi óvænta baráttu um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Undirritaður hefur sagt að þeir yrðu líklega „skrítnustu“ Íslandsmeistarar sögunnar ef þeir taka titilinn. Jökull Elísabetarson þjálfari tekur út leikbann í þessum leik gegn FH og aðstoðarþjálfarinn Steven Caulker verður væntanlega inni á vellinum sjálfum svo aðrir í teyminu stýr málum frá hliðarlínunni.
14.09.2025 22:16
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
FH er án sigurs í síðustu sjö leikjum gegn Stjörnunni á Íslandsmótinu. Hafnfirðingar gerðu vel með því að koma sér í efri helming Bestu deildarinnar. Liðið er taplaust í síðustu sex leikjum sem það hefur spilað.
14.09.2025 17:11
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Fyrri leikir á tímabilinu: Stjarnan 2-1 FH, FH 1-1 Stjarnan.
Stuðlar Epic: Stjarnan 2,30 - Jafntefli 3,90 - FH 2,80.
Leikmaður til að fylgjast með: Stjörnusóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason hefur verið á skotskónum sínum frægu og er nú næstmarkahæstur í deildinni með 11 mörk.
Mikið mun mæða á: Björn Daníel Sverrisson er vanur því að draga vagninn fyrir FH.
sunnudagur 21. september
19:15 Víkingur-Fram (Víkingsvöllur)
Víkingur er með tveggja stiga forystu þegar komið er inn í tvískiptinguna og stuðningsmenn liðsins ætlast til þess að það endurheimti Íslandsmeistaraskjöldinn úr Kópavoginum. Víkingsliðinu hefur ekki vegnað vel gegn efstu liðum deildarinnar undir stjórn Sölva Ottesen en byrjar gegn Fram eftir tvískiptinguna og ætti ef allt er eðlilegt að vinna nokkuð öruggan sigur. Víkingar buðu allavega upp á flugeldasýningu í síðustu umferð.
16.09.2025 10:00
Sterkastur í 22. umferð - Það var kallað eftir mörkum og hann svaraði
Við samgleðjumst Rúnari Kristinssyni sem ætti að vera sæll og glaður með að hafa náð því markmiði að koma Fram upp í efri hlutann. Framarar nánast luku keppni eftir tvískiptingu í fyrra en munu vonandi setja lit sinn á efri hlutann þetta árið. Aðdáendur Simon Tibbling geta verið svekktir en hann mun ekki spila þennan leik vegna leikbanns.
14.09.2025 17:39
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Fyrri leikir á tímabilinu: Víkingur 3-2 Fram, Fram 2-2 Víkingur.
Stuðlar Epic: Víkingur 1,39 - Jafntefli 5,20 - Fram 8,00.
Leikmaður til að fylgjast með: Valdimar Þór Ingimundarson fór hamförum í 7-0 sigrinum gegn KR. Skoraði þrennu og ógnaði stöðugt.
Mikið mun mæða á: Miðað við frammistöðu Víkings í síðasta leik mun Viktor Freyr Sigurðsson í marki Fram hafa nóg að gera.
mánudagur 22. september
19:15 Valur-Breiðablik (N1-völlurinn Hlíðarenda)
Valsmenn hafa tapað þremur af síðustu fjórum leikjum og misst toppsætið. Þeir halda sér í titilbaráttunni en vonin hefur veikst verulega eftir að ljóst var að Patrick Pedersen og síðan Frederik Schram yrðu ekkert meira með á tímabilinu. Túfa setur stefnuna að sjálfsögðu áfram á titilinn og sér væntanlega kjörið tækifæri á þremur stigum á heimavelli gegn liði í krísu.
14.09.2025 22:28
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
Í Kópavogi eru menn ekki sáttir við frammistöðuna né gengið hjá Breiðabliki eins og fjallað hefur verið rækilega um. Segja má að skorin hafi verið upp herör gegn Halldóri Árnasyni þjálfara og stjórnendum hjá mest áberandi röddum stuðningsmanna Breiðabliks í hlaðvörpum og víðar. Íslandsmeistararnir hafa ekki fundið taktinn og er án sigurs í síðustu sjö leikjum. Liðið er komið í Sambandsdeildina en mikil ólga þó í kringum félagið og mikil hætta á að liðið verði ekki í Evrópu á næsta tímabili. Ekki eru margar vikur síðan Halldór gerði nýjan samning en síðan hefur illa vegnað.
16.09.2025 13:45
Vill að Dóri verði rekinn - „Sé enga leið út úr þessu"
Fyrri leikir á tímabilinu: Breiðablik 2-1 Valur, Valur 2-1 Breiðablik.
Stuðlar Epic: Valur 2,25 - Jafntefli 4,00 - Breiðablik 2,95.
Til að fylgjast með: Við setjum bara þjálfarana í þennan flokk. Pressan á Túfa og Dóra er mikil og það verður líf í boðvöngunum.
Mikið mun mæða á: Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks þarf að keyra sína menn áfram eftir vont gengi upp á síðkastið.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 12 | 6 | 4 | 47 - 27 | +20 | 42 |
2. Valur | 22 | 12 | 4 | 6 | 53 - 35 | +18 | 40 |
3. Stjarnan | 22 | 12 | 4 | 6 | 43 - 35 | +8 | 40 |
4. Breiðablik | 22 | 9 | 7 | 6 | 37 - 35 | +2 | 34 |
5. FH | 22 | 8 | 6 | 8 | 41 - 35 | +6 | 30 |
6. Fram | 22 | 8 | 5 | 9 | 32 - 31 | +1 | 29 |
Athugasemdir