
5


0



Laugardalsvöllur
Undankeppni HM
Aðstæður: Léttur úði og kalt, en nýja hybrid grasið aldrei litið betur út
Dómari: Sven Jablonski (Þýskaland)
Áhorfendur: Uppselt














Frekari umfjöllun væntanleg.
Að fá fimm mörk á sig á heimavelli gegn Úkraínu er bara alls ekki boðlegt og bara sama gegn hvaða liði það er!
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) October 10, 2025
Grátlegt að missa þetta aftur niður eftir að hafa komið svona sterkir til baka.
Líklegast eini leikurinn sem mátti alls ekki tapast.
Klárum ???????? á mánudaginn.
6 skot á mark.
— ParmaCalcio1913 -ISL ???????? (@ParmaIceland) October 10, 2025
5 mörk.
Sú vörnin!!! ????#fotboltinet

Erum alltof fokking kærulausir. Bara hættum að spila í 3-3 #fotboltinet
— Guðmundur Auðun (@GummiAudun) October 10, 2025



Það er nægur tími fyrir jöfnunarmark, koma svo!

Stoðsending: Andri Lucas Guðjohnsen
Þvílík endurkoma, við eigum að geta unnið þennan leik!





Stoðsending: Hákon Arnar Haraldsson
Dómararnir vilja endilega skoða þetta í VAR en það er ekkert að þessu og markið gilt!
Um leið og liðið er talað upp og hæpað… þá skíta þeir. Íslenska leiðin ??????????
— Sindri Már Stefánsson (@sindrimarstef) October 10, 2025
Vonandi sokkaður í seinni ????????#fotboltinet
Þessi varnarleikur í báðum mörkum Úkraínumanna hreinasta hörmung. Betur má ef duga skal. Megum ekki tapa þessum leik.
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) October 10, 2025
Marktilraunir: 5-3
Hornspyrnur: 2-0
Heppnaðar sendingar: 278-132
Rangstöður: 1-1
Ég var létt að grínast hérna. Hinsvegar koma öll mörkin út frá því að Úkraínu menn sækja upp vinstri vænginn.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) October 10, 2025
Við verðum að vera sterkari varnarlega en mér finnst Gulli og Sverrir hafa verið vel slakir í dag því miður #uppadekk https://t.co/pRD5b4fou9
Þjóðverjinn flautar til hálfleiks. Skelfilegar mínútur íslenska liðsins hér í lok fyrri hálfleiks.
Heilt yfir hefur íslenska liðið ógnað meira en klaufagangur og lélegur varnarleikur hefur orðið okkur að falli í þessum fyrri hálfleik.
What????
— ParmaCalcio1913 -ISL ???????? (@ParmaIceland) October 10, 2025
Hversu klaufalegt var þetta???#fotboltinet

Allt í einu leiðir Úkraína með tveimur.

Skelfilegur tími til að fá á sig mark, rétt fyrir hálfleik. Mikael skoraði fyrir aðeins tíu mínútum en hann gerist sekur um rándýr mistök núna, fallið er hátt.


Mikael Egill horfir til himins og sendir kveðju á afa sinn sem lést fyrir nokkrum dögum. Hjartnæmt og fallegt ?? #FotboltiNet
— Maggi Peran (@maggiperan) October 10, 2025
Mikael Egill........ ég hef gagnrýnt hann 1x,2x og eflaust 3x. Það er svo sætt að hafa rangt fyrir sér. #fotboltinet
— Sverrir Ö Einarsson (@SEinarsson) October 10, 2025

Stoðsending: Ísak Bergmann Jóhannesson
Frábært mark!

Arnar Gunnlaugsson make the call?? pic.twitter.com/Zi6bfZ1aUd
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) October 10, 2025

Stoðsending: Vitaliy Mykolenko

Valur Gunnarsson sérfræðingur Fótbolta.net er spenntur fyrir landsleik Íslands og Úkraínu í kvöld. Hann var á Ölveri þar sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnti byrjunarliðið og lýst vel á uppstillinguna.
Sævar Atli Magnússon kemur inn og er það líklegast stærsta fréttin í byrjunarliðinu. Sævar hefur farið með himinskautum með norska liðinu Brann.
„Þetta er spennandi. Hann er líklega heitasti leikmaðurinn okkar í félagsliðabolta. Sævar er taktískt sterkur, góður í pressu og varnarlega," segir Valur.
Ísak Bergmann og Hákon Arnar eru saman á miðjunni. Orkumikil tvenna.
„Þetta er spennandi þetta er létt miðja en tveir gaurar sem eiga að geta hlaupið og barist endalaust. Arnar vill hafa það þannig í heimaleikjunum."
Valur segist skynja góða stemingu meðal íslensku þjóðarinnar en mun fleiri voru á Ölveri fyrr leikinn en fyrir leikinn gegn Aserbaídsjan. Sjáðu spjallið við Val í heild hér:

Miðað við stuðla veðbanka er búist við afar jöfnum og spennandi leik á Laugardalsvelli í kvöld þegar Ísland og Úkraína mætast í undankeppni HM.
Veðbankar telja líklegast að Úkraína fagni sigri en Epicbet er með 2,97 á íslenskan sigur en 2,52 á að gestirnir vinni leikinn. Stuðullinn á jafntefli er 3,28.
Íslenska þjóðin er spennt fyrir leiknum og hefur mikla trú á íslenskum sigri samkvæmt skoðanakönnun sem hefur verið á forsíðu Fótbolta.net.
Um 69% spá því að Ísland vinni, um 18% spá jafntefli og aðeins um 14% spá því að Úkraína vinni.
Samkvæmt Transfermarkt er hópur gestanna fjórfalt verðmætari en sá íslenski. Úkraínski hópurinn er metinn á 297 milljónir evra og þar af er Ilya Zabarnyi, varnarmaður PSG, metinn á 55 milljónir evra. Allur leikmannahópur Íslands er metinn á 78 milljónir evra.

„Ef við vinnum erum við komnir í mjög vænlega stöðu og mjög góða stöðu gagnvart Úkraínu. Ég held að allir geti séð að baráttan um annað sætið er á milli okkar og Úkraínu. Þótt við berum virðingu fyrir Aserbaísjan eru þeir held ég ekki nógu sterkir til að blanda sér í þá baráttu. Þannig við getum eyðilagt drauma Úkraínu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson á fréttamannafundi.
Hann var því næst spurður um hvernig hann velur leikkerfi Íslands. Gegn Aserbaídsjan lék liðið í 4-3-3 leikkerfinu en gegn Frökkum 4-4-2.
„Það fer eftir styrkleika andstæðinganna, hvað við þurfum að gera. Á móti Aserbaídsjan vorum við að stýra leiknum, á móti Frökkum þurftum við að vera sterkari í varnarleiknum og þjást meira. Á móti Úkraínu verður þetta bland í poka.“
„Ég skil stundum ekki hvernig þessir strákar ná að meðtaka allar þessar upplýsingar sem við hendum í þá. En þeir eru vanir svona frá félagsliðunum, þetta eru elítuleikmenn. Þessi leikkerfi í dag eru margslungin, þetta er ekki eins og í gamla daga þar sem 4-4-2 voru 4-4-2. Eina sem ég get sagt er að við þurfum að vera sterkir í öllum föstum leiksins. Þannig er alvöru lið og þannig er alvöru fótbolti.“

„Ég er búinn að bíða eftir þessum glugga frá því þeim síðasta lauk. Ég hef aldrei verið svona spenntur fyrir landsliðsverkefni," segir Ísak Bergmann Jóhannesson í samtali við Fótbolta.net.
Síðasti gluggi var mjög góður og margt jákvætt sem hægt var að taka úr honum. Þjóðin tók við sér eftir það og er uppselt á báða leikina sem framundan eru.
„Við ætlum okkur á HM og ætlum að gera allt til þess að ná því markmiði. Það er geggjað að fá fólkið með okkur í þá vegferð. Síðasti gluggi var mjög góður og við ætlum að byggja ofan á það," segir Ísak.

Sævar Atli Magnússon, leikmaður Brann og íslenska landsliðsins, segir að leikmenn finni vel fyrir auknum áhuga og stuðningi frá þjóðinni.
„Skemmtilegustu gluggarnir eru þegar það eru tveir heimaleikir í röð og við þurfum ekki að ferðast neitt, vera bara á Íslandi. Tveir mikilvægir leikir og uppselt á þá báða. Þetta gæti eiginlega ekki verið betra," segir Sævar. Hann segir að það gefi liðinu mikið að það sé uppselt.
„Það var síðast uppselt þegar Ronaldo mætti. Það er mikilvægt að það sé uppselt á Úkraínuleikinn. Það er stórleikur og fólk finnur fyrir því. Við finnum fyrir því að áhuginn á liðinu er orðinn miklu meiri og það er geðveikt fyrir okkur. Við getum ekki beðið eftir því að spila."
Erum að þróa eitthvað og erum að verða betri
Ísland er í öðru sæti riðilsins en það mun gefa þátttökurétt í umspili fyrir HM.
„Fólk sér að það er eitthvað í gangi, við erum að þróa eitthvað og erum að verða betri í því sem við erum að æfa okkur í. Eins og sást í síðasta glugga þar sem við vorum nálægt því að fá stig gegn Frökkum. Áhuginn á Íslandi á að vera mikill og það er líka undir okkur komið að spila vel," segir Sævar.
Úkraína ætlar sér annað sætið í riðlinum. Hvernig mun leikurinn í kvöld þróast?
„Þeir munu örugglega koma rólega inn í þetta og sjá hvernig við munum spila, það verða örugglega þreifingar fyrst en svo er þetta mjög mikilvægur leikur. Ég held að þetta verði góður leikur, völlurinn er orðinn mjög góður og hægt að spila flottan fótbolta. Ég býst við hörkuleik."
Í viðtalinu, sem má sjá hér að neðan, tjáir Sævar sig einnig um leikinn gegn Frökkum og segir ljóst að það verði ekkert vanmat í þeim eftir leikinn gegn Íslandi í París í síðasta glugga.

Sven Jablonski, dómari úr þýsku Bundesligunni, mun dæma leikinn í kvöld.
Jablonski var með flautuna þegar Ísland sigraði Svartfjallaland á útivelli 2-0 í Þjóðadeildinni í fyrra en Orri Steinn Óskarsson og Ísak Bergmann Jóhannesson skoruðu mörkin.
Jablonski er einn fremsti dómari Þýskalands og fékk til dæmis það verkefni að dæma leik Dortmund og Bayern München á síðasta tímabili.
Hann verður með sömu aðstoðardómara með sér og í Svartfjallalandi; Lasse Koslowski og Eduard Beitinger. Fjórði dómari verður svo Florian Badstübner og Benjamin Brand verður VAR dómari.


















