Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
Undankeppni HM
Ísland
LL 3
5
Úkraína
Undankeppni EM U21
Sviss U21
LL 0
0
Ísland U21
Ísland
3
5
Úkraína
0-1 Ruslan Malinovskiy '14
Mikael Egill Ellertsson '34 1-1
1-2 Oleksii Hutsuliak '45
1-3 Ruslan Malinovskiy '45
Albert Guðmundsson '59 2-3
Albert Guðmundsson '75 3-3
3-4 Ivan Kaliuzhnyi '85
3-5 Oleh Ocheretko '88
10.10.2025  -  18:45
Laugardalsvöllur
Undankeppni HM
Aðstæður: Léttur úði og kalt, en nýja hybrid grasið aldrei litið betur út
Dómari: Sven Jablonski (Þýskaland)
Áhorfendur: Uppselt
Byrjunarlið:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
4. Guðlaugur Victor Pálsson
5. Sverrir Ingi Ingason
7. Hákon Arnar Haraldsson
8. Ísak Bergmann Jóhannesson ('86)
9. Sævar Atli Magnússon ('69)
10. Albert Guðmundsson
11. Jón Dagur Þorsteinsson ('69)
20. Daníel Leó Grétarsson
22. Andri Lucas Guðjohnsen ('86)
23. Mikael Egill Ellertsson ('86)

Varamenn:
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
13. Anton Ari Einarsson (m)
2. Logi Tómasson ('69)
10. Brynjólfur Willumsson ('86)
14. Þórir Jóhann Helgason
16. Stefán Teitur Þórðarson
17. Aron Einar Gunnarsson
17. Gísli Gottskálk Þórðarson ('86)
18. Mikael Anderson ('86)
19. Bjarki Steinn Bjarkason
20. Kristian Hlynsson ('69)
21. Daníel Tristan Guðjohnsen

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)

Gul spjöld:
Andri Lucas Guðjohnsen ('41)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Tap niðurstaðan Ótrúlegt en satt þá dugðu þrjú mörk ekki til í að ná að minnsta kosti í jafntefli hér í dag. Varnarleikur íslenska liðsins ekki til framdráttar.

Frekari umfjöllun væntanleg.
95. mín
Logi gerir vel og kemur með lúmska fyrirgjöf sem fer af varnarmanni og í horn.
95. mín
92. mín Gult spjald: Oleh Ocheretko (Úkraína)
Markaskorarinn spjaldaður fyrir leiktöf.
91. mín
90. mín
Fimm mínútum bætt við
90. mín
Varið á línu! Gísli Gotti með hörkuskot á markið en varnarmaður Úkraínu ver á línu.
88. mín MARK!
Oleh Ocheretko (Úkraína)
Ocheretko klárar þetta fyrir gestina Úkraínumenn spila sig í gegnum íslensku vörnina eftir innkast, boltinn á Ocheretko sem hamrar boltanum í netið fyrir utan teig.
88. mín
87. mín
Inn:Vladyslav Veleten (Úkraína) Út:Oleksii Hutsuliak (Úkraína)
87. mín
Inn:Artem Bondarenko (Úkraína) Út:Ruslan Malinovskiy (Úkraína)
86. mín
Inn:Mikael Anderson (Ísland) Út:Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland)
Þreföld breyting
86. mín
Inn:Gísli Gottskálk Þórðarson (Ísland) Út:Mikael Egill Ellertsson (Ísland)
Fyrsti landsleikur Gísla.
86. mín
Inn:Brynjólfur Willumsson (Ísland) Út:Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland)
85. mín MARK!
Ivan Kaliuzhnyi (Úkraína)
Fyrrum Keflvíkingurinn kemur Úkraínu yfir Boltinn dettur út á Kaliuzhnyi sem hamrar boltanum í netið fyrir utan teig. En Kaliuzhnyi lék með Keflavík sumarið 2022.

Það er nægur tími fyrir jöfnunarmark, koma svo!
85. mín
Myndasyrpa af jöfnunarmarkinu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

83. mín
Mikael Egill með stórhættulega fyrirgjöf sem Trubin rétt nær fingrunum í. Vantaði bara íslenskan sóknarmann til að reka tánna í þetta!
83. mín Gult spjald: Vitaliy Mykolenko (Úkraína)
Brýtur á Mikael Agli og fær það gula.
82. mín
Arnar undirbýr þrefalda breytingu Gísli Gotti, Mikael Neville og Brynjólfur Willumsson gera sig klára í að koma inn á.
81. mín
Úkraína fær hornspyrnu en Ísland kemur boltanum frá.
79. mín
Dovbyk með þrumuskot í utanvert hliðarnetið og flaggaður rangstæður í kjölfarið.
78. mín
75. mín MARK!
Albert Guðmundsson (Ísland)
Stoðsending: Andri Lucas Guðjohnsen
ALLT JAFNT!!! Sverrir Ingi með frábæra skiptingu yfir á Loga á vinstri kanti sem gefur fyrir á Andra Lucas. Andri battar boltanum á Albert sem hamrar boltanum í netið!

Þvílík endurkoma, við eigum að geta unnið þennan leik!
74. mín
Ísland í góðri sókn, boltinn á Guðlaug Victor sem gefur fyrir en Trubin handsamar fyrirgjöfina.
72. mín
Logi gerir vel, keyrir upp vinstri kantinn og kemur með hættulega fyrirgjöf en Úkraína skallar frá.
71. mín
Myndir af marki númer 2 hjá Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

70. mín
Inn:Oleh Ocheretko (Úkraína) Út: Mykola Shaparenko (Úkraína)
69. mín
Inn:Artem Dovbyk (Úkraína) Út:Vladyslav Vanat (Úkraína)
Dovbyk er stór og stæðilegur og leikur með Roma.
69. mín
Inn:Logi Tómasson (Ísland) Út:Sævar Atli Magnússon (Ísland)
Arnar gerir tvöfalda breytingu!
69. mín
Inn:Kristian Hlynsson (Ísland) Út:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
68. mín
Hutsuliak með skalla rétt framhjá íslenska markinu.
68. mín Gult spjald: Yukhym Konoplya (Úkraína)
Brýtur á Mikael Agli og fær réttilega gult.
66. mín
Ísland fær hornspyrnu, Albert tekur en boltinn í gegnum pakkann og aftur fyrir. Þjóðverjinn dæmir svo aukaspyrnu á Guðlaug Victor sem hefur átt betri leiki.
65. mín Gult spjald: Mykola Matvienko (Úkraína)
Fyrir leiktöf, kominn tími á það. Úkraínumenn verið að nýta sér alla sénsa í að tefja.
62. mín
Úkraína fær sínu fyrstu hornspyrnu, taka sér dágóðan tíma í að taka hana og Ísland kemur boltanum frá, loks þegar boltinn kemur í teiginn.
59. mín MARK!
Albert Guðmundsson (Ísland)
Stoðsending: Hákon Arnar Haraldsson
ALBERT MEÐ FLUGSKALLA! Ísland í langri sókn, Hákon fær boltann á hægri vængnum, kemur með lága fyrirgjöf og Albert fleygir sér á boltann og sneiðir hann í fjærhornið, frábært mark.

Dómararnir vilja endilega skoða þetta í VAR en það er ekkert að þessu og markið gilt!
53. mín
Myndir úr fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

52. mín
Ísland sækir hratt, boltinn á Jón Dag sem á arfaslaka fyrirgjöf sem fer aftur fyrir endalínu, boltinn í úkraínska markspyrnu.
Fyrir leik, í hálfleik og á meðan leik stendur

Pepsi Max - fyrir þorstann í meira!
50. mín
Elías ver vel! Úkraína keyrir í skyndisókn, Vanat kemur boltanum á Voloshyn sem er einn gegn Elíasi í þröngri stöðu og lætur vaða en Elías lokar vel og ver. Íslenska liðið berskjaldað fyrir skyndisóknum.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Gestirnir hefja þennan síðari hálfleik.
45. mín
45. mín
45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks (UEFA) Með boltann: 61% - 39%
Marktilraunir: 5-3
Hornspyrnur: 2-0
Heppnaðar sendingar: 278-132
Rangstöður: 1-1
45. mín
45. mín
45. mín
Hálfleikur
Martraðarmínútur Íslands að baki +5

Þjóðverjinn flautar til hálfleiks. Skelfilegar mínútur íslenska liðsins hér í lok fyrri hálfleiks.

Heilt yfir hefur íslenska liðið ógnað meira en klaufagangur og lélegur varnarleikur hefur orðið okkur að falli í þessum fyrri hálfleik.
45. mín
45. mín MARK!
Ruslan Malinovskiy (Úkraína)
Úkraína bætir við Ísak Bergmann með slaka sendingu frá vörn Íslands, Úkraína keyrir upp í skyndisókn sem virðist vera að renna út í sandinn. En þá berst boltinn á Malinovskiy sem þrumar honum í samskeytin af löngu færi.

Allt í einu leiðir Úkraína með tveimur.
45. mín
+2 Ísak tekur horn sem fer á fjær, Andri er í baráttunni en það er ríghaldið í treyjuna á honum allan tímann. Boltinn fer þó til baka inn í teig þar sem Sverrir nær skallanum en framhjá.
45. mín
Fjórum mínútum bætt við
45. mín MARK!
Oleksii Hutsuliak (Úkraína)
Klaufalegra verður það ekki Úkraína í hættulegri sókn, fyrirgjöf fyrir markið en Daníel Leó kemur sér fyrir boltann og stöðvar hann. Mikael Egill ætlar sér að hreinsa boltanum frá en hittir hann ekki og boltinn fyrir Hutsuliak sem klárar af stuttu færi.

Skelfilegur tími til að fá á sig mark, rétt fyrir hálfleik. Mikael skoraði fyrir aðeins tíu mínútum en hann gerist sekur um rándýr mistök núna, fallið er hátt.
41. mín Gult spjald: Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland)
Andri tuðar aðeins í dómaranum og fer í bókina góðu.
39. mín
Inn:Nazar Voloshyn (Úkraína) Út:Georgiy Sudakov (Úkraína)
Einn besti leikmaður Úkraínu fer af velli! Georgiy Sudakov, sem fór illa með Ísland um árið, neyðist til að fara af velli vegna meiðsla. Hann er leikmaður Benfica og er talinn vera hættulegasti leikmaður liðsins.
38. mín
Af hverju skaustu ekki? Albert með frábæra sendingu á Guðlaug Victor sem er í frábærri skotsöðu í teignum en hann gefur fyrir og Úkraína hreinsar.
38. mín
38. mín
34. mín MARK!
Mikael Egill Ellertsson (Ísland)
Stoðsending: Ísak Bergmann Jóhannesson
MIKAEL EGILL TAKK FYRIR PENT! Mikael fær boltann út á vinstri vængnum, sólar Konoplya upp úr skónum og keyrir inn á teiginn. Hótar fyrirgjöfinni en lætur bara vaða og boltinn í netið.

Frábært mark!
34. mín
Ísak Bergmann tekur hornið, Úkraína skallar frá en Ísland heldur í boltann.
33. mín
Gott spil íslenska liðsins endar með skoti frá Sævari Atla sem fer í varnarmann og í hornspyrnu.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín
Sudakov liggur niðri og fær aðhlynningu, leikurinn stöðvaður í stutta stund.
28. mín
SLÁIN!!! Albert Guðmundsson fær sendingu inn fyrir, gerir vel og kemur sér langt inn í teiginn þegar hann þrumar boltanum í þverslána. Færin gerast varla betri!
28. mín
26. mín
Sævar Atli gerir vel og étur Zabarnyi, varnarmann PSG, en Þjóðverjinn á flautunni dæmir aukaspyrnu.
22. mín
Daníel Leó rennur! Úkraína gefur bolta inn fyrir beint á Daníel Leó en hann rennur. Sudakov sleppur í gegn en íslenska liðið fljótt að skila sér og sá úkraínski á slæma fyrirgjöf sem Elías handsamar. Þetta hefði getað endað mun verr.
19. mín
Ísland fær aukaspyrnu af 25-30 metra færi, Ísak Bergmann gefur fyrir en Úkraínumenn skalla frá og fá aukaspyrnu í kjölfarið.
14. mín MARK!
Ruslan Malinovskiy (Úkraína)
Stoðsending: Vitaliy Mykolenko
Úkraína brýtur ísinn Mykolenko æðir upp vinstri kantinn, gefur út í teiginn á Ruslan Malinovskiy sem klárar vel, Elías átti ekki séns. Þetta virkaði einfalt, fyrsta almennilega sókn gestanna.
12. mín
Tólfan stýrir hinu sívinsæla Víkingaklappi!
6. mín
Úkraína fær aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu. Þeir gefa fyrir en sendingin yfir allan pakkann og í markspyrnu!
5. mín
Fyrsta skotið er íslenskt! ísak Bergmann með skot rétt framhjá eftir laglegt spil íslenska liðsins.
2. mín
Ísak Bergmann með fyrirgjöf sem Trubin handsamar auðveldlega.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Andri Lucas á upphafsspyrnu leiksins!
Fyrir leik
Biðin styttist! Liðin ganga til vallar, leikmenn Úkraínu bera fána landsins á herðum sér og stuðningsmenn klappa fyrir liðunum. Við hlýðum á þjóðsöngva landanna.
Fyrir leik
Verið með í umræðunni Ef þið merkið X póstana ykkar undir myllumerkinu #fotboltinet gæti verið að þau komi fyrir í textalýsingunni okkar. Endilega látið heyra hvað ykkur finnst á meðan leikurinn stendur yfir.
Fyrir leik
Allt eins og það á að vera! Stuðningsmenn bíða í röðum eftir að komast inn á völlinn, fljóðljósin skína sínu skærasta og léttur úði hér í Laugardalnum.
Fyrir leik
Arnar tjáði sig um Sævar Atla í viðtali við Sýn: „Ég hef hrifist af Sævari í vetur. Mikill kraftur. Daníel Tristan gerði mjög vel á móti Frakklandi, bara öðruvísi prófíll af leikmanni. Við eigum hann og fleiri góða inni á bekknum. Við þurfum áræðni, kraft og dugnað, mikið sjálfstraust í kvöld. Hans [Sævars] kraftur mun líka smita inn í stúkuna til stuðningsmanna og við þurfum orku frá áhorfendum í kvöld til að fara alla leið. Þetta er erfitt verkefni og hann mun hjálpa okkur mikið,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í viðtali við Sýn fyrir leik.
Fyrir leik
Byrjunarlið Úkraínu - Dovbyk á bekknum
Mynd: Kári Snorrason

Fyrir leik
Valur Gunnarsson skoðar byrjunarliðið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Valur Gunnarsson sérfræðingur Fótbolta.net er spenntur fyrir landsleik Íslands og Úkraínu í kvöld. Hann var á Ölveri þar sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnti byrjunarliðið og lýst vel á uppstillinguna.

Sævar Atli Magnússon kemur inn og er það líklegast stærsta fréttin í byrjunarliðinu. Sævar hefur farið með himinskautum með norska liðinu Brann.

„Þetta er spennandi. Hann er líklega heitasti leikmaðurinn okkar í félagsliðabolta. Sævar er taktískt sterkur, góður í pressu og varnarlega," segir Valur.

Ísak Bergmann og Hákon Arnar eru saman á miðjunni. Orkumikil tvenna.

„Þetta er spennandi þetta er létt miðja en tveir gaurar sem eiga að geta hlaupið og barist endalaust. Arnar vill hafa það þannig í heimaleikjunum."

Valur segist skynja góða stemingu meðal íslensku þjóðarinnar en mun fleiri voru á Ölveri fyrr leikinn en fyrir leikinn gegn Aserbaídsjan. Sjáðu spjallið við Val í heild hér:

   10.10.2025 17:47
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands
Mynd: Kári Snorrason

Fyrir leik
Veðbankar telja Úkraínu líklegri
Mynd: EPA

Miðað við stuðla veðbanka er búist við afar jöfnum og spennandi leik á Laugardalsvelli í kvöld þegar Ísland og Úkraína mætast í undankeppni HM.

Veðbankar telja líklegast að Úkraína fagni sigri en Epicbet er með 2,97 á íslenskan sigur en 2,52 á að gestirnir vinni leikinn. Stuðullinn á jafntefli er 3,28.

Íslenska þjóðin er spennt fyrir leiknum og hefur mikla trú á íslenskum sigri samkvæmt skoðanakönnun sem hefur verið á forsíðu Fótbolta.net.

Um 69% spá því að Ísland vinni, um 18% spá jafntefli og aðeins um 14% spá því að Úkraína vinni.

Samkvæmt Transfermarkt er hópur gestanna fjórfalt verðmætari en sá íslenski. Úkraínski hópurinn er metinn á 297 milljónir evra og þar af er Ilya Zabarnyi, varnarmaður PSG, metinn á 55 milljónir evra. Allur leikmannahópur Íslands er metinn á 78 milljónir evra.


Fyrir leik
Baráttan um annað sætið er á milli okkar og Úkraínu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Ef við vinnum erum við komnir í mjög vænlega stöðu og mjög góða stöðu gagnvart Úkraínu. Ég held að allir geti séð að baráttan um annað sætið er á milli okkar og Úkraínu. Þótt við berum virðingu fyrir Aserbaísjan eru þeir held ég ekki nógu sterkir til að blanda sér í þá baráttu. Þannig við getum eyðilagt drauma Úkraínu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson á fréttamannafundi.

Hann var því næst spurður um hvernig hann velur leikkerfi Íslands. Gegn Aserbaídsjan lék liðið í 4-3-3 leikkerfinu en gegn Frökkum 4-4-2.

„Það fer eftir styrkleika andstæðinganna, hvað við þurfum að gera. Á móti Aserbaídsjan vorum við að stýra leiknum, á móti Frökkum þurftum við að vera sterkari í varnarleiknum og þjást meira. Á móti Úkraínu verður þetta bland í poka.“

„Ég skil stundum ekki hvernig þessir strákar ná að meðtaka allar þessar upplýsingar sem við hendum í þá. En þeir eru vanir svona frá félagsliðunum, þetta eru elítuleikmenn. Þessi leikkerfi í dag eru margslungin, þetta er ekki eins og í gamla daga þar sem 4-4-2 voru 4-4-2. Eina sem ég get sagt er að við þurfum að vera sterkir í öllum föstum leiksins. Þannig er alvöru lið og þannig er alvöru fótbolti.“


   09.10.2025 14:15
Getum eyðilagt drauma Úkraínu - „Megum ekki vera klaufalegir eða heimskir“
Fyrir leik
Aldrei verið eins spenntur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Ég er búinn að bíða eftir þessum glugga frá því þeim síðasta lauk. Ég hef aldrei verið svona spenntur fyrir landsliðsverkefni," segir Ísak Bergmann Jóhannesson í samtali við Fótbolta.net.

Síðasti gluggi var mjög góður og margt jákvætt sem hægt var að taka úr honum. Þjóðin tók við sér eftir það og er uppselt á báða leikina sem framundan eru.

„Við ætlum okkur á HM og ætlum að gera allt til þess að ná því markmiði. Það er geggjað að fá fólkið með okkur í þá vegferð. Síðasti gluggi var mjög góður og við ætlum að byggja ofan á það," segir Ísak.

   08.10.2025 17:03
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Fyrir leik
„Við finnum að áhuginn er orðinn miklu meiri“
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Sævar Atli Magnússon, leikmaður Brann og íslenska landsliðsins, segir að leikmenn finni vel fyrir auknum áhuga og stuðningi frá þjóðinni.

„Skemmtilegustu gluggarnir eru þegar það eru tveir heimaleikir í röð og við þurfum ekki að ferðast neitt, vera bara á Íslandi. Tveir mikilvægir leikir og uppselt á þá báða. Þetta gæti eiginlega ekki verið betra," segir Sævar. Hann segir að það gefi liðinu mikið að það sé uppselt.

„Það var síðast uppselt þegar Ronaldo mætti. Það er mikilvægt að það sé uppselt á Úkraínuleikinn. Það er stórleikur og fólk finnur fyrir því. Við finnum fyrir því að áhuginn á liðinu er orðinn miklu meiri og það er geðveikt fyrir okkur. Við getum ekki beðið eftir því að spila."

Erum að þróa eitthvað og erum að verða betri
Ísland er í öðru sæti riðilsins en það mun gefa þátttökurétt í umspili fyrir HM.

„Fólk sér að það er eitthvað í gangi, við erum að þróa eitthvað og erum að verða betri í því sem við erum að æfa okkur í. Eins og sást í síðasta glugga þar sem við vorum nálægt því að fá stig gegn Frökkum. Áhuginn á Íslandi á að vera mikill og það er líka undir okkur komið að spila vel," segir Sævar.

Úkraína ætlar sér annað sætið í riðlinum. Hvernig mun leikurinn í kvöld þróast?

„Þeir munu örugglega koma rólega inn í þetta og sjá hvernig við munum spila, það verða örugglega þreifingar fyrst en svo er þetta mjög mikilvægur leikur. Ég held að þetta verði góður leikur, völlurinn er orðinn mjög góður og hægt að spila flottan fótbolta. Ég býst við hörkuleik."

Í viðtalinu, sem má sjá hér að neðan, tjáir Sævar sig einnig um leikinn gegn Frökkum og segir ljóst að það verði ekkert vanmat í þeim eftir leikinn gegn Íslandi í París í síðasta glugga.

   07.10.2025 15:20
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Fyrir leik
Þýskur Bundesligudómari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sven Jablonski, dómari úr þýsku Bundesligunni, mun dæma leikinn í kvöld.

Jablonski var með flautuna þegar Ísland sigraði Svartfjallaland á útivelli 2-0 í Þjóðadeildinni í fyrra en Orri Steinn Óskarsson og Ísak Bergmann Jóhannesson skoruðu mörkin.

Jablonski er einn fremsti dómari Þýskalands og fékk til dæmis það verkefni að dæma leik Dortmund og Bayern München á síðasta tímabili.

Hann verður með sömu aðstoðardómara með sér og í Svartfjallalandi; Lasse Koslowski og Eduard Beitinger. Fjórði dómari verður svo Florian Badstübner og Benjamin Brand verður VAR dómari.
Fyrir leik
Velkomin til leiks!


Ísland mætir Úkraínu í kvöld og svo Frakklandi á mánudaginn í undankeppni HM. Báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli og uppselt á þá. Ísland er í öðru sæti riðilsins sem stendur en það sæti gefur umspilssæti fyrir HM.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Byrjunarlið:
12. Anatolii Trubin (m)
2. Yukhym Konoplya
7. Vladyslav Vanat ('69)
8. Ruslan Malinovskiy ('87)
9. Oleksii Hutsuliak ('87)
10. Mykola Shaparenko ('70)
13. Illia Zabarnyi
16. Vitaliy Mykolenko
17. Georgiy Sudakov ('39)
21. Ivan Kaliuzhnyi
22. Mykola Matvienko

Varamenn:
1. Georgiy Bushchan (m)
23. Dmytro Riznyk (m)
3. Bohdan Mykhaylichenko
6. Volodymyr Brazhko
11. Artem Dovbyk ('69)
14. Oleksandr Nazarenko
15. Oleh Ocheretko ('70)
18. Artem Bondarenko ('87)
19. Nazar Voloshyn ('39)
20. Vladyslav Veleten ('87)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Mykola Matvienko ('65)
Yukhym Konoplya ('68)
Vitaliy Mykolenko ('83)
Oleh Ocheretko ('92)

Rauð spjöld: