Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
   fös 10. október 2025 15:02
Elvar Geir Magnússon
Úkraínski hópurinn fjórfalt verðmætari en íslenski
Eimskip
Illia Zabarnyi.
Illia Zabarnyi.
Mynd: EPA
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland mætir Úkraínu í kvöld og svo Frakklandi á mánudag í undankeppni HM. Ísland er í öðru sæti riðilsins sem stendur en það sæti gefur umspilssæti fyrir HM.

Úkraínska vefsíðan sport.ua tók saman heildarverðmæti leikmannahópa Úkraínu og Íslands samkvæmt Transfermarkt.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  3 Úkraína

Úkraínski hópurinn er metinn á 297 milljónir evra og þar af er Ilya Zabarnyi, varnarmaður PSG, metinn á 55 milljónir evra. Allur leikmannahópur Íslands er metinn á 78 milljónir evra.

Albert Guðmundsson og Hákon Arnar Haraldsson eru verðmætustu leikmenn íslenska hópsins.

Fimm verðmætustu leikmenn Úkraínu:
Ilya Zabarny (PSG) – 55 m evra
Georgiy Sudakov (Benfica) – 32 m evra
Anatoly Trubin (Benfica) – 28 m evra
Vitaliy Mykolenko (Everton) – 28 m evra
Artem Dovbyk (Roma) – 25 m evra

Fimm verðmætustu leikmenn Íslands:
Albert Guðmundsson (Fiorentina) - 18 m evra
Hákon Arnar Haraldsson (Lille) - 18 m evra
Ísak Bergmann Jóhannesson (Köln) - 7 m evra
Willum Þór Willumsson (Birmingham City) - 4 m evra
Kristian Hlynsson (Twente) - 4 m evra
Athugasemdir
banner
banner