Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   mið 08. október 2025 17:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Eimskip
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísak er leikmaður Köln í Þýskalandi.
Ísak er leikmaður Köln í Þýskalandi.
Mynd: Köln
„Ég er búinn að bíða eftir þessum glugga frá því þeim síðasta lauk. Ég hef aldrei verið svona spenntur fyrir landsliðsverkefni," segir Ísak Bergmann Jóhannesson í samtali við Fótbolta.net.

Framundan eru mikilvægir landsleikir gegn Úkraínu og Frakklandi í undankeppni HM. Ef við ætlum okkur að eiga möguleika á að komast inn á mótið þá þurfum við að ná í góð úrslit allavega á móti Úkraínu sem er okkar helsti keppinautur um annað sætið í riðlinum.

Síðasti gluggi var mjög góður og margt jákvætt sem hægt var að taka úr honum. Þjóðin tók við sér eftir það og er uppselt á báða leikina sem framundan eru.

„Við ætlum okkur á HM og ætlum að gera allt til þess að ná því markmiði. Það er geggjað að fá fólkið með okkur í þá vegferð. Síðasti gluggi var mjög góður og við ætlum að byggja ofan á það," segir Ísak en líklega var síðasti gluggi sá besti sem Skagamaðurinn hefur upplifað með landsliðinu. Vonandi verður þó sá næsti enn betri.

Ísak, sem er 22 ára, hefur lengi verið hluti af landsliðshópnum en er núna orðinn mikilvægur partur af liðinu eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við.

„Ég talaði um að ég yrði klár þegar tækifærið myndi koma og ég var það. Ég nýtti tækifærið. Núna er bara að halda áfram að byggja ofan á það. Ég er gríðarlega sáttur með síðasta glugga og bara frá því Arnar tók við hefur mér liðið ótrúlega vel í því hlutverki sem ég er að fá. Mér líst vel á framhaldið."

Er bara draumur
Ísak gekk í sumar í raðir Köln í Þýskalandi en liðið hefur verið að gera skemmtilega hluti í byrjun tímabilsins.

„Lífið í Köln er mjög gott. Við höfum komið á óvart og erum í sjötta sætinu núna. Við erum að spila mjög skemmtilegan fótbolta og það er erfitt að spila gegn okkur. Við spiluðum á útivelli við Leipzig og þeir voru ekki að valta yfir okkur. Ég er mjög ánægður með hlutverkið líka þar," segir Ísak.

Það hefur gengið vel hjá honum að aðlagast nýju félagi og nýrri borg.

„Þetta er mjög svipað og Düsseldorf. Það eru bara 40 mínútna akstur þarna á milli. Fótboltalega séð hefur þjálfarinn hjálpað mér mjög mikið, hann er mjög klár. Hann finnur mig í góðum svæðum á vellinum. Utan vallar líka, við fundum íbúð fljótt og kærustunni minni líður vel."

Hvernig er að spila í þýsku úrvalsdeildinni?

„Það hefur verið draumur frá því ég var lítill. Enska úrvalsdeildin er stærst en þar fyrir neðan eru spænska og þýska deildin. Að spila í Bundesligunni í hverri viku er bara draumur. Stuðningsmennirnir, vellirnir og allt saman - maður þarf stundum að klípa sig. Að vera 22 ára og spila í Bundesligunni er bara draumur og maður þarf að vera þakklátur fyrir það," segir Ísak.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner