West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
   mið 08. október 2025 17:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Eimskip
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísak er leikmaður Köln í Þýskalandi.
Ísak er leikmaður Köln í Þýskalandi.
Mynd: Köln
„Ég er búinn að bíða eftir þessum glugga frá því þeim síðasta lauk. Ég hef aldrei verið svona spenntur fyrir landsliðsverkefni," segir Ísak Bergmann Jóhannesson í samtali við Fótbolta.net.

Framundan eru mikilvægir landsleikir gegn Úkraínu og Frakklandi í undankeppni HM. Ef við ætlum okkur að eiga möguleika á að komast inn á mótið þá þurfum við að ná í góð úrslit allavega á móti Úkraínu sem er okkar helsti keppinautur um annað sætið í riðlinum.

Síðasti gluggi var mjög góður og margt jákvætt sem hægt var að taka úr honum. Þjóðin tók við sér eftir það og er uppselt á báða leikina sem framundan eru.

„Við ætlum okkur á HM og ætlum að gera allt til þess að ná því markmiði. Það er geggjað að fá fólkið með okkur í þá vegferð. Síðasti gluggi var mjög góður og við ætlum að byggja ofan á það," segir Ísak en líklega var síðasti gluggi sá besti sem Skagamaðurinn hefur upplifað með landsliðinu. Vonandi verður þó sá næsti enn betri.

Ísak, sem er 22 ára, hefur lengi verið hluti af landsliðshópnum en er núna orðinn mikilvægur partur af liðinu eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við.

„Ég talaði um að ég yrði klár þegar tækifærið myndi koma og ég var það. Ég nýtti tækifærið. Núna er bara að halda áfram að byggja ofan á það. Ég er gríðarlega sáttur með síðasta glugga og bara frá því Arnar tók við hefur mér liðið ótrúlega vel í því hlutverki sem ég er að fá. Mér líst vel á framhaldið."

Er bara draumur
Ísak gekk í sumar í raðir Köln í Þýskalandi en liðið hefur verið að gera skemmtilega hluti í byrjun tímabilsins.

„Lífið í Köln er mjög gott. Við höfum komið á óvart og erum í sjötta sætinu núna. Við erum að spila mjög skemmtilegan fótbolta og það er erfitt að spila gegn okkur. Við spiluðum á útivelli við Leipzig og þeir voru ekki að valta yfir okkur. Ég er mjög ánægður með hlutverkið líka þar," segir Ísak.

Það hefur gengið vel hjá honum að aðlagast nýju félagi og nýrri borg.

„Þetta er mjög svipað og Düsseldorf. Það eru bara 40 mínútna akstur þarna á milli. Fótboltalega séð hefur þjálfarinn hjálpað mér mjög mikið, hann er mjög klár. Hann finnur mig í góðum svæðum á vellinum. Utan vallar líka, við fundum íbúð fljótt og kærustunni minni líður vel."

Hvernig er að spila í þýsku úrvalsdeildinni?

„Það hefur verið draumur frá því ég var lítill. Enska úrvalsdeildin er stærst en þar fyrir neðan eru spænska og þýska deildin. Að spila í Bundesligunni í hverri viku er bara draumur. Stuðningsmennirnir, vellirnir og allt saman - maður þarf stundum að klípa sig. Að vera 22 ára og spila í Bundesligunni er bara draumur og maður þarf að vera þakklátur fyrir það," segir Ísak.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner