Vitor Pereira hefur verið rekinn sem stjóri Wolves eftir slæmt gengi á tímabilinu.
Liðið tapaði gegn Fulham í gær og er aðeins með tvö stig á botni úrvalsdeildarinnar eftir tíu umferðir. Þá er liðið úr leik í deildabikarnum eftir tap gegn Chelsea í 16-liða úrslitum.
Stuðningsmenn liðsins hafa sungið 'þú verður rekinn á morgun,' undanfarið sem hefur ekki farið vel í Pereira en hann gagnrýndi þá eftir 3-2 tap liðsins gegn Burnley um síðustu helgi.
Liðið tapaði gegn Fulham í gær og er aðeins með tvö stig á botni úrvalsdeildarinnar eftir tíu umferðir. Þá er liðið úr leik í deildabikarnum eftir tap gegn Chelsea í 16-liða úrslitum.
Stuðningsmenn liðsins hafa sungið 'þú verður rekinn á morgun,' undanfarið sem hefur ekki farið vel í Pereira en hann gagnrýndi þá eftir 3-2 tap liðsins gegn Burnley um síðustu helgi.
Stjórn Wolves hafði trú á Pereira en hann fékk nýjan þriggja ára samning í september þegar liðið var án stiga eftir fjórar umferðir á tímabilinu.
Pereira tók við Wolves í desember á síðasta ári eftir að Gary O'Neil var rekinn. Liðið var í næst neðsta sæti með aðeins 9 stig eftir sextán leiki, en honum tókst á einhvern ótrúlegan hátt að bjarga liðinu frá falli.
Wolves have parted company with head coach Vitor Pereira.
— Wolves (@Wolves) November 2, 2025
We would like to thank Vitor and his staff for their tireless work during their time at Molineux.
Athugasemdir


