Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. janúar 2021 17:14
Ívan Guðjón Baldursson
Guðfinnur Þór í Víking Ólafsvík (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík er búið að tryggja sér miðjumanninn Guðfinn Þór Leósson á tveggja ára samningi.

Guðfinnur er aðeins 21 árs gamall en býr yfir mikilli reynslu úr íslenska boltanum þar sem hann á 65 leiki að baki í deild og bikar, flesta með Kára í 2. deild.

Guðfinnur gerði góða hluti síðasta sumar en hann þótti mikið efni á yngri árum og spilaði þrjá leiki fyrir unglingalandslið Íslands.

Gunnar Einarsson þjálfari Víkings vildi ólmur fá Guðfinn til sín eftir að hafa þjálfað hann hjá Kára.

„Stefna Víkings Ó. er að fá öfluga unga leikmenn sem hafa metnað til að sanna sig á knattspyrnuvellinum og passar Guðfinnur vel inn í þá hugmyndafræði. Við bjóðum Guðfinn hjartanlega velkominn til Ólafsvíkur," segir í færslu á Facebook síðu Víkings Ó.

„Frekari frétta er að vænta af leikmannamálum félagsins von bráðar."

Víkingur Ó. fékk 19 stig úr 20 leikjum í Lengjudeildinni í fyrra og spilar áfram í deildinni næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner