Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 12. apríl 2021 15:30
Magnús Már Einarsson
ÍR fær finnskan miðjumann (Staðfest)
Vera Mattila
Vera Mattila
Mynd: ÍR
Finnski miðjumaðurinn Vera Mattila hefur samið við ÍR fyrir átökin í 2. deild kvenna í sumar.

Vera er miðjumaður á sínu tuttugasta aldursári og hefur undanfarin þrjú leiktímabil verið í stóru hlutverk, fyrst í GBK og síðar í IK Myran, alls 56 leiki og þar af eitt ár sem fyrirliði liðsins.

„Vera er yfirvegaður leikmaður sem hefur leyst stöðu djúpa miðjumannsins í sínum liðum en hefur einnig leikið framar á miðjunni og sem hafsent," segir á Facebook síðu ÍR.

„Finnska deildarkeppnin hefur legið niðri í vetur vegna Covid en auk þess að sinna þrek- og styrktaræfingum ákvað Vera að taka þátt í Futsaldeildarkeppninni á meðan og er þar fyrirliði í sínu liði."

Engilbert Friðfinnsson, þjálfari ÍR, segir: „Við höfum í vetur verið að horfa til þess að styrkja liðið okkar inni á miðsvæðinu og þegar að nafn Veru kom upp og við skoðuðum upptökur af leik hennar og kynntum okkur persónuleikann fannst okkur hún smellpassa inn í liðið og hópinn."

„Hún hefur mikla leikreynslu miðað við aldur og það segir margt að vera gerð að fyrirliða aðeins 18 ára gömul. Við hlökkum mjög til þess að fá Veru til landsins á næstu dögum og fara þá í að fínstilla hennar hæfileika inn í hópinn og liðið okkar. Ég er sannfærður um að koma hennar styrkir okkur mikið."

Athugasemdir
banner
banner