Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   sun 12. maí 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Messi og Suarez ósáttir með reglubreytingar - „Á leið í ranga átt"
Mynd: Getty Images

Lionel Messi og Luis Suarez voru illa fyrir kallaðir í sigri Inter Miami gegn Montreal í MLS deildinni í nótt.


Það voru tvær reglubreytingar í deildinni sem fór illa í þá en Messi varð fyrir meiðslum þegar George Campbell varnarmaður Montreal fór í glórulausa tæklingu en hann fór með takkana í hnéið á Messi.

Nýjar reglur í deildinni skipa leikmönnum að bíða utanvallar í tvær mínútur eftir að hafa fengið aðhlynningu vegna meiðsla. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að leikmenn tefji með að þykjast vera meiddir.

Það náðist á myndavélar þegar Messi mótmælti þessari reglu en hann sagði: „Með svona reglu erum við á leið í ranga átt."

Síðar í leiknum lenti Suarez upp á kant við fjórða dómarann þegar honum var skipt af velli á 90. mínútu og Tata Martino þjálfari Inter Miami þufti að stíga inn í.

Það er regla í deildinni að leikmaður verði að vera farinn af velli innan tíu sekúndna annars þurfi varamaðurinn að bíða í eina mínútu áður en hann getur komið inn á.


Athugasemdir
banner
banner