Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
   sun 12. maí 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sigrar hjá Nökkva og Degi Dan - Suarez skoraði í fjörugum leik
Mynd: Getty Images

Dagur Dan Þórhallsson hóf leikinn á bekknum þegar Orlando City heimsótti Philadelphia Union í MLS deildinni í nótt.


Orlando lenti undir en náði forystunni áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þriðja mark liðsins kom strax í upphafi síðari hálfleiks. Dagur spilaði síðasta hálftímann í 3-2 sigri.

Nökkvi Þeyr Þórisson byrjaði einnig á bekknum þegar St. Louis City vann 3-1 sigur á Chicago Fire. Hann kom inn á þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma en þá voru úrslitin ráðin.

Luis Suarez var á skotskónum þegar Inter Miami vann Montreal á útivelli. Heimamenn náðu 2-0 forystu en Miami náði að jafna metin áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Suarez jafnaði metin í uppbótatíma. Sigurmarkið kom síðan eftir um klukkutíma leik og 3-2 sigur Inter Miami staðreynd.

Orlando er með 12 stig eftir 11 leiki í 11. sæti í Austurdeildinni. Inter Miami er á toppnum með 27 stig eftir 13 leiki. St. Louis er með 16 stig í 9. sæti eftir 11 leiki í Vesturdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner