Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 13. janúar 2021 19:10
Magnús Már Einarsson
Katrín í Aftureldingu - Eva framlengir (Staðfest)
Katrín Rut Kvaran.
Katrín Rut Kvaran.
Mynd: Afturelding
Afturelding og Valur hafa komist að samkomulagi um að Afturelding kaupi Katrínu Rut Kvaran frá Val.

Katrín var í láni hjá Aftureldigu á síðasta tímabili og var í lykilhutverki. Hún gerir tveggja ára samning við Aftureldingu og hefur nú þegar fengið leikheimild með liðinu.

Katrín er fædd árið 2002 og hefur leikið 27 meistaraflokksleiki og skorað í þeim tvö mörk.

Markvörðurinn Eva Ýr Helgadóttir hefur gert nýjan þriggja ára samning við Aftureldingu.

„Eva Ýr var meðal bestu leikmanna Aftureldingar síðasta tímabil og er það því ánægju efni að Eva hafi ákveðið að framlengja samning sinn við félagið um þrjú ár eða til loka árs 2023," segir á Facebook síðu Aftureldingar.

„Eva hefur tekið stórum framförum á þessu eina ári hjá félaginu, hún vinnur náið með markmannsþjálfara liðsins Ingólfur Orri Gústafsson og er samstarf þeirra er að skila miklum árangri. Eva er einn af betri markvörðum í Lengjudeild kvenna og mikilvægur liður í því að liðið taki skrefið upp í deild þeirra bestu."
Athugasemdir
banner
banner
banner