Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 16. janúar 2021 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron, Margrét og Tryggvi Snær í Fram (Staðfest)
Tryggvi Snær skrifaði undir tveggja ára samning við Fram.
Tryggvi Snær skrifaði undir tveggja ára samning við Fram.
Mynd: Fram
Margrét Selma Steingrímsdóttir.
Margrét Selma Steingrímsdóttir.
Mynd: Fram
Karla- og kvennalið Fram eru að styrkja sig fyrir átökin í fótboltanum næsta sumar.

Karlalið Fram, sem hafnaði í þriðja sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili og voru hársbreidd frá því að komast upp, hafa samið við tvo leikmenn um að leika með liðinu næsta sumar. Báðir léku þeir með liðinu á síðasta ári.

Aron Kári Aðalsteinsson, sem spilaði 12 leiki í deild og bikar með Fram síðasta sumar, er kominn aftur á láni frá Breiðabliki. Aron Kári er fæddur árið 1999 og er miðvörður sem getur einnig spilað á miðjunni.



Tryggvi Snær Geirsson skrifaði undir tveggja ára samning við Fram. Tryggvi er miðjumaður sem lék með liðinu í fyrra á láni frá KR en er nú alkominn í Fram.

Þá gekk kvennalið Fram, sem leikur í 2. deild, frá samningi við Margréti Selmu Steingrímsdóttur. Hún kemur frá Hömrunum á Akureyri.

„Það er mikill styrkur fyrir meistaraflokk kvenna að fá Margréti inn í hópinn en hún hefur spilað 66 leiki í deild og bikar og skorað í þeim þrjú mörk. Samningur hennar er til tveggja ára," segir í tilkynningu Fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner