Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   mán 17. september 2018 20:20
Daníel Geir Moritz
Ian Jeffs: Við höfum ekki fengið víti í allt sumar
Ian Jeffs gefur lítið upp um sína framtíð hjá ÍBV
Ian Jeffs gefur lítið upp um sína framtíð hjá ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„5-1, það var bara sanngjarnt,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV eftir 5-1 sigur sinna kvenna gegn HK/Víkingi. „Við spiluðum virkilega góðan fyrri hálfleik og seinni hálfleikurinn er oft þannig að þegar þú ert kominn yfir með fjórum mörkum, eða rúlla þeim upp í fyrri hálfleik, þá er svolítið erfitt að fara út í seinni hálfleik og gera nákvæmlega það sama. Við áttum fínan seinni hálfleik, þrátt fyrir þetta mark sem við fáum á okkur, og ég er bara ánægður með mínar stelpur.“

Lestu um leikinn: ÍBV 5 -  1 HK/Víkingur

Cloé Lacasse var maður leiksins og skoraði þrennu og var Jeffs ánægður með hana. Hún var líka svona á móti Grindavík þó að hún hafi ekki náð að skora en í dag nýtti hún færin sín vel og skoraði fjögur mörk.“

ÍBV skoraði umdeilt mark undir lok fyrri hálfleiks eftir að leikmaður HK/Víkings fékk höfuðáverka. „Ég held að það sé rosalega erfitt að dæma svona atriði. Ef hann stoppar leikinn, eins og gert er vanalega út af höfuðmeiðslum, þá er ÍBV bekkurinn brjálaður yfir því að boltinn sé kominn inn í vítateig og við eigum möguleika á að skora.“ Fréttamaður benti þá á að boltinn hafi farið út úr teignum og svo inn í pakkann aftur og að dómari hafi haft tækifæri til að stoppa leikinn. „Veistu það, hversu mikið hefur farið gegn okkur í sumar? Mér er alveg sama. Þetta datt okkar megin í dag. Það er ekki mikið sem hefur dottið með okkur í sumar. Ekki enn búin að fá vítaspyrnu í sumar og ég veit ekki hversu oft er búið að brjóta á okkar leikmönnum inni í vítateig, síðast á móti Grindavík, tveimur metrum innan vítateigs og dæmd aukaspyrna, þannig að mér er alveg sama,“ sagði Jeffs.

Tímabilið hefur verið svolítil vonbrigði hjá ÍBV. Liðið ekki blandað sér í toppbaráttu og varði ekki bikarmeistaratitilinn. Þegar hann var spurður hvort hann yrði áfram með liðið sagði Jeffs: „Ég bara veit það ekki. Ég ætla bara að klára síðasta leikinn, á móti Selfossi, og við viljum klára mótið vel. Ég mun sjá til eftir það. Ég get ekki svarað því.“ Jeffs hefur oft og tíðum verið orðaður við karlalið ÍBV en hló þegar hann var spurður hvort hann hafi spáð í þjálfarastöðu karlaliðs ÍBV. „Nei. Ég get ekki svarað meira en þetta. Kristján er búinn að gera frábært starf með karlaliðið, og Jón og Andri, en ég er ekki að horfa neitt á það. Ég er bara að klára mitt verkefni með kvennaliðið og ég mun setjast niður með mínu fólki eftir þetta og við sjáum hvað gerist,“ sagði Ian Jeffs að lokum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner