Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. janúar 2021 16:02
Elvar Geir Magnússon
Teitur Magnússon í FH (Staðfest)
Teitur Magnússon.
Teitur Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U19 landsliðsmaðurinn Teitur Magnússon er genginn aftur í raðir FH. Hann er uppalinn hjá félaginu.

„Teitur skrifar undir tveggja ára samning og ríkir mikil gleði innan Fimleikafélagsins að fá þennan unga hafsent aftur til félagsins," segir í tilkynningu FH.

„Teitur á að baki einn leik með meistaraflokki karla og hefur spilað 20 leiki fyrir hönd Íslands í yngri landsliðum Íslands. Koma Teits aftur til félagsins er hluti af stefnu Knattspyrnudeildar að sækja leikmenn sem uppaldnir eru hjá félaginu, fara út í atvinnumennsku og koma aftur heim."

Teitur er 19 ára gamall varnarmaður og fór frá uppeldisfélagi sínu FH til OB í Danmörku sumarið 2019. Hann varð Danmerkurmeistari með U19 liði félagsins. Hann var svo lánaður til Middlefart í dönsku C-deildinni.

Teitur fékk eldskírn í efstu deild hér á landi 2017 þegar hann lék einn leik með FH-ingum og var svo lánaður til Þróttar sumarið eftir.


Teitur Magnússon snýr heim í FH
Teitur Magnússon u-19 ára landsliðsmaður, uppalinn FH-ingur og fyrrum leikmaður OB...

Posted by FHingar on Fimmtudagur, 21. janúar 2021

Athugasemdir
banner
banner
banner