Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 22. janúar 2021 20:59
Victor Pálsson
Mick McCarthy tekur við Cardiff (Staðfest)
Mynd: Cardiff
Cardiff City hefur ákveðið að ráða Mick McCarthy sem knattspyrnustjóra og skrifar hann undir samning út tímabilið.

Neil Harris var nýlega rekinn frá welska liðinu eftir arfaslakt gengi í deildinni. Liðið situr í 15. sæti næst efstu deildar Englands.

Cardiff hefur tapað sex síðustu leikjum sínum í öllum keppnum og er úr leik í enska bikarnum.

McCarthy kemur með mikla reynslu til cardiff en hann var síðast þjálfari APOEL í Kýpur og fyrir það landsliðsþjálfari Íra.

Hann kemur frá Írlandi og hefur einnig þjálfað lið Millwall, Sunderland, Wolves og Ipswich í Englandi.
Athugasemdir
banner
banner