Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   lau 22. júní 2024 16:06
Stefán Marteinn Ólafsson
Byrjunarlið HK og Stjörnunnar: Örvar Eggerts byrjar gegn gömlu félögunum
HK gerir eina breytingu - Stjarnan gerir fimm
Örvar Eggertsson byrjar gegn gömlu félögunum í HK.
Örvar Eggertsson byrjar gegn gömlu félögunum í HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Flautað var til leiks í 11.umferð Bestu deild karla í dag og klukkan 17:00 verða það HK sem taka á móti Stjörnunni í Kórnum í Kópavogi.

Bæði þessi lið mæta til leiks eftir sigur í síðustu umferð. Heimamenn í HK sóttu flottan sigur í Úlfarsárdalinn þegar þeir tóku Fram með tveimur mörkum gegn einu. Stjarnan tóku þá á móti FH og höfðu betur með fjórum mörkum gegn tveim.


Lestu um leikinn: HK 4 -  3 Stjarnan

HK gerir eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik. Atli Þór Jónasson kemur inn fyrir Hákon Inga Jónsson.

Stjarnan gerir þá fimm breytingar á sínu liði. Árni Snær Ólafsson snýr aftur í rammann, Örvar Eggertsson, Daníel Laxdal, Hilmar Árni Halldórsson og Baldur Logi Guðlaugsson koma þá einnig inn fyrir þá Mathias Rosenorn, Guðmund Kristjánsson, Jóhann Árna Gunnarsson, Guðmund Baldvin Nökkvason og Hauk Örn Brink.


Byrjunarlið HK:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Kristján Snær Frostason
3. Ívar Orri Gissurarson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
6. Birkir Valur Jónsson
7. George Nunn
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason
19. Birnir Breki Burknason
30. Atli Þór Jónasson

Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
4. Óli Valur Ómarsson
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
17. Andri Adolphsson
22. Emil Atlason
28. Baldur Logi Guðlaugsson
35. Helgi Fróði Ingason
80. Róbert Frosti Þorkelsson
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 15 10 3 2 34 - 15 +19 33
2.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
3.    Breiðablik 14 8 3 3 29 - 17 +12 27
4.    FH 14 7 3 4 26 - 23 +3 24
5.    ÍA 14 7 2 5 32 - 20 +12 23
6.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
7.    KA 15 5 3 7 23 - 29 -6 18
8.    Stjarnan 14 5 2 7 25 - 29 -4 17
9.    KR 14 3 5 6 23 - 26 -3 14
10.    HK 15 4 2 9 17 - 35 -18 14
11.    Vestri 15 3 3 9 18 - 36 -18 12
12.    Fylkir 14 3 2 9 21 - 36 -15 11
Athugasemdir
banner
banner
banner