Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 24. janúar 2021 14:45
Ívan Guðjón Baldursson
Fenerbahce náði samkomulagi við Özil (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Þýski sóknartengiliðurinn Mesut Özil er genginn í raðir Fenerbahce en nú á aðeins eftir að staðfesta félagaskiptin.

Tyrkneska stórveldið staðfesti í dag að það hafi náð samkomulagi bæði við Arsenal og Özil um skiptin.

Özil er 32 ára gamall og er þekktur fyrir að vera mikill stoðsendingakongur. Hann er með sérstakt auga fyrir sendingum og býr auk þess yfir frábærum vinstri fóti.

Özil hefur ekki fengið mikinn spiltíma hjá Arsenal undanfarin ár og er sjö og hálfs árs dvöl hans hjá félaginu loks á enda.

Fenerbahce, sem endaði óvænt í sjöunda sæti tyrknesku deildarinnar í fyrra, er í toppbaráttunni sem stendur með 39 stig eftir 19 umferðir.

Hjá Fenerbahce mun Özil spila með mönnum á borð við Diego Perotti, Enner Valencia, Papiss Cisse og Luiz Gustavo.


Athugasemdir
banner
banner