Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 17. desember 2014 22:59
Ívan Guðjón Baldursson
Rodgers: Sterling er Alexis Sanchez týpan
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers var ánægður með sigur sinna manna á Bournemouth í 8-liða úrslitum deildabikarsins.

Rodgers leist vel á spilamennsku liðsins og segir að það hafi einnig spilað vel í tapinu gegn Manchester United um helgina.

,,Ég var ánægður með spilamennskuna, ekki úrslitin, á Old Trafford og liðið spilaði aftur vel í kvöld," sagði Rodgers.

,,Við mættum erfiðu liði Bournemouth. Eddie Howe er stórkostlegur knattspyrnustjóri, ég vona að Bournemouth komist upp úr Championship deildinni."

Rodgers tefldi Raheem Sterling sem fremsta manni Liverpool og átti ungstirnið frábæran leik þar sem hann skoraði tvö mörk.

,,Raheem Sterling var frábær. Ég notaði hann sem sóknarmann, hann er svona Alexis Sanchez týpan sem fremsti maður."
Athugasemdir
banner
banner
banner