Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Útvarpsþátturinn - Besta, Lengjan og Arne Slot skýrsla
Hugarburðarbolti Þáttur 14
Innkastið - Víkingar fá hjálp sem þeir þurfa ekki
Enski boltinn - Ef ég tala, þá er ég í miklum vandræðum
Útvarpsþátturinn - Lengjuspáin, úrvalslið og bikarstuð
Hugarburðarbolti þáttur 13
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
   lau 27. desember 2014 10:05
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Ari Freyr var gestur í útvarpsþætti Fótbolta.net
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari var mættur til Íslands í jólafrí.
Ari var mættur til Íslands í jólafrí.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Freyr Skúlason hefur fest sig vel í sessi og verið sívaxandi sem vinstri bakvörður íslenska landsliðsins. Ari var gestur útvarpsþáttarins Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 fyrir jólin en í spilaranum hér að ofan er hægt að hlusta á viðtalið við hann.

Áður en Ari fór út í atvinnumennsku skapaði hann sér orðspor sem sóknarleikmaður hjá Val og mörgum kom á óvart þegar hann var skyndilega mættur í landsliðið sem vinstri bakvörður.

Hann segir það hafa hjálpað sér að hafa spilað með Sundsvall í Svíþjóð.

„Ég var mjög heppinn með að Lars Lagerback tók við. Hann er frá stað sem er rétt hjá Sundsvall. Hann hafði því séð fullt af leikjum með mér áður en hann tók við. Þegar hann kom þá hugsaði maður út í að það væri mögulegt að maður fengi tækifæri," segir Ari.

„Hann setti mig svo bara beint í bakvörðinn þegar hann tók við. Hann sagði bara að hann sæi mig sem vinstri bakvörð og þá var ekki aftur snúið. Við erum ekki með marga vinstra bakverði og það voru ekki margir að þrýsta á mann. Við höfum ekki mörgu að velja þegar kemur að bakvörðum, þetta er ekki eins og með miðjumenn. Ég var heppinn að ég kom á réttum tímapunkti og skeit ekki alveg í brækurnar."

Ari hrósar liðsfélögum sínum og segir það afar gott að spila með íslenska landsliðinu í dag. Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson fær sérstakt hró.

„Það er þvílíkt þægilegt að spila með Ragga sem er þarna vinstra megin yfirleitt. Hann er rosalega hjálpsamur og ógeðslega góður í fótbolta. Hann gerir manni þetta svo auðvelt. Ef maður er í vandræðum getur maður alltaf spilað boltanum í fætur á hvaða leikmann sem er í þessu liði. Þetta eru allt svo góðir fótboltastrákar í liðinu í dag."

Tímabilið byrjaði skelfilega
Ari er fyrirliði danska liðsins OB sem náði aðeins að rétta úr kútnum rétt fyrir vetrarfrí úrvalsdeildarinnar. Hann gekk í raðir liðsins frá Sundsvall í fyrra.

„Það er hrikalega skemmtilegt að spila þarna og spreyta sig í betri deild," segir Ari sem hefur spilað á miðjunni stærstan hluta tímabilsins en fann sig ekki þar og gengið hefur betur eftir að hann var settur í vinstri bakvörðinn. Liðið var taplaust í síðustu fjórum leikjum fyrir vetrarfrí, er nú í 10. sæti af 12 liðum.

„Tímabilið byrjaði skelflilega, við áttum fína leiki annað slagið en svo kom skelflegur kafli þar sem við spiluðum illa, vorum ekki að skora og ekki að vinna. Eftir þjálfaraskipti fór að ganga aðeins betur og við fórum að gera okkur grein fyrir því að við værum í skítnum."

Ari var fenginn til OB sem bakvörður. „Ég var kominn í landsliðið sem bakvörður og vildi spila í þeirri stöðu reglulega. Ég taldi stærri möguleika á að komast lengra með því að fara í bakvörðinn. Þjálfarinn var það ánægður með mig sem miðjumann að hann notaði mig þar."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner