Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 17. júní 2015 10:15
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Dempsey rekinn útaf fyrir að rífa dómarabókina
Mynd: Getty Images
Clint Dempsey og félagar í Seattle Sounders voru slegnir úr bandaríska bikarnum af Portland Timbers.

Portland komst yfir snemma í síðari hálfleik en Obafemi Martins jafnaði fyrir Seattle á lokakafla leiksins sem fór í framlengingu.

Portland komst yfir á nýjan leik í upphafi framlengingar áður en Michael Azira, leikmaður Seattle, fékk að líta rauða spjaldið. Azira var annar leikmaður Seattle til að vera rekinn af velli í leiknum.

Dempsey var ekki sáttur með brottreksturinn svo hann labbaði að dómaranum og kastaði dómarabókinni frá honum. Það var ekki nóg því Dempsey sótti svo dómarabókina og reif hana í tætlur áður en hann fékk að líta sitt annað gula spjald og var þar af leiðandi þriðji leikmaður Seattle til að fjúka af velli.

Portland innsiglaði sigurinn með þriðja og síðasta markinu á 116. mínútu og er komið í 16-liða úrslit bikarsins.

Chicago Fire, Sporting Kansas City, Colorado Rapids, FC Dallas, Real Salt Lake og San Jose Earthquakes komust einnig í 16-liða úrslitin í nótt.

Í kvöld eru svo spennandi viðureignir á dagskrá þar sem New York Cosmos tekur meðal annars á móti New York City.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner