Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 27. febrúar 2017 15:01
Magnús Már Einarsson
WBA og Zenit Pétursborg fylgjast með Viðari
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nokkur félög eru að fylgjast með hjá Viðari Erni Kjartanssyni, framherja Maccabi Tel Aviv.

Viðar er markahæstur í Ísrael en hann hefur farið á kostum árið 2017 og skorað níu mörk frá áramótum.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru enska félagið WBA og rússneska félagið Zenit St Pétursborg á meðal félaga sem eru að fylgjast með Viðari þessa dagana.

Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Viðars, vildi ekki tjá sig um áhuga einstakra félaga þegar Fótbolti.net ræddi við hann í dag. Hann staðfesti þó að frammistaða Viðars sé að vekja athygli hjá félögum.

„Þegar menn skora þá vekur það alltaf athygli," sagði Ólafur við Fótbolta.net.

Hinn 26 ára gamli Viðar kom til Maccabi Tel Aviv frá sænska félaginu Malmö í ágúst. Hann var markahæstur í sænsku deildinni áður en hann fór til Maccabi.

Félagaskiptagluggarnir í Englandi og Rússlandi eru lokaðir og því geta WBA og Zenit ekki keypt Viðar fyrr en í sumar ef þau ákveða að fylgja áhuga sínum eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner