Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 28. mars 2018 17:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hægt að heyra apahljóðin þegar Pogba er með boltann
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, leikmaður Manchester United, lenti í þeirri hörmulegu reynslu að verða fyrir kynþáttafordómum í vináttuleik Rússlands og Frakklands í gær.

Leikurinn fór fram á Krestovsky í Pétursborg. Sá völlur mun hýsa sjö leiki á HM í sumar, þar á meðal annan undanúrslitaleikinn.

Pogba var ekki eini leikmaður Frakklands sem varð fyrir kynþáttafordómum í gær, því aðrir leikmenn Frakka, sem eru dökkir á hörund, lentu í því líka.

FIFA er að rannsaka málið en þetta ætti að vera nokkuð auðvelt rannsóknarferli fyrir FIFA þar sem apahljóð heyrðust í sjónvarpsútsendingu frá leiknum, þegar Pogba var með boltann.

Þetta er mál er mikið áhyggjuefni þar sem HM í Rússlandi er á næsta leyti. Kynþáttafordómar hafa verið vandamál í fótboltanum í Rússlandi en það þarf að finna lausn áður en HM hefst.

Hér að neðan má sjá myndband úr sjónvarpsútsendingu leiksins þar sem apahljóð heyrast greinilega.



Athugasemdir
banner