Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 22. nóvember 2014 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Rabiot ánægður með lífið hjá PSG
Adrien Rabiot
Adrien Rabiot
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn, Adrien Rabiot, er ánægður með lífið eftir að hafa spilað sinn fyrsta deildarleik með Paris Saint-Germain á leiktíðinni í 3-2 sigri á Metz.

Rabiot, sem er 19 ára gamall, er talinn einn efnilegasti miðjumaður heims um þessar mundir en hann var ansi nálægt því að yfirgefa PSG í sumar.

Hann var svo gott sem kominn til Roma en ekkert varð úr félagaskiptunum á endanum og þurfti hann því að vera áfram hjá PSG en samningur hans við félagið átti að renna út í sumar.

Hann tók þó magnaða u-beygju og framlengdi við PSG en hann lék sinn fyrsta leik í gær.

,,Ég er ánægður með lífið þar sem það eru fjórir mánuðir síðan ég spilaði síðast í deildinni. Ég er ánægður með að vera kominn aftur og ég er ánægður með mitt framlag," sagði Rabiot.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner