Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 25. apríl 2015 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Zamparini: Dybala er næsti Messi
Mynd: Getty Images
Maurizio Zamparini, forseti Palermo á Ítalíu, segir að Paulo Dybala, framherji liðsins, sé næsti Lionel Messi.

Dybala, sem er 21 árs gamall, hefur verið magnaður í ítölsku deildinni með Palermo á þessari leiktíð en hann er búinn að gera 13 mörk í 30 leikjum.

Hann hefur verið orðaður við bæði Arsenal og Juventus en hann virðist vera á leið til Napoli.

„Það er rétt, Napoli er komið inn í dæmið. De Laurentiis ræddi við mig persónulega og þeir vilja styrkja liðið þó svo liðið komist ekki í Meistaradeildina," sagði Zamparini.

„Vonandi taka þeir Dybala því hann er nýji Lionel Messi," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner