Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 28. ágúst 2016 14:53
Jóhann Ingi Hafþórsson
Breiðablik í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 8-0 sigur
Rakel Hönnudóttir skoraði tvö
Rakel Hönnudóttir skoraði tvö
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Cardiff Met 0 - 8 Breiðablik
0-1 Svava Rós Guðmundsdóttir ('10)
0-2 Svava Rós Guðmundsdóttir ('14)
0-3 Rakel Hönnudóttir ('21)
0-4 Fanndís Friðriksdóttir ('26)
0-5 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('30)
0-6 Rakel Hönnudóttir ('34)
0-7 Malfríður Erna Sigurðardóttir ('82)
0-8 Esther Rós Arnarsdóttir ('85)

Breiðablik mætti welska liðinu Cardiff Met. í undankeppni Meistaradeildarinnar í dag.

Ljóst var að Breiðablik þurfti sigur í dag til að tryggja sér sæti í 32 liða úrslitum kepninnar og það má segja að þær hafi staðiðst prófið með 11 af 10 mögulegum.

8-0 sigur var staðreynd þar sem allt gékk upp. Eftir 34 mínútur var staðan orðin 6-0 og leikurinn í raun og veru búinn.

Breiðablik bætti svo við tveim mörkum í lokin og var 8-0 sigur staðreynd, glæsilegur árangur.

Svava Rós Guðmundsdóttir og Rakel Hönnudóttir skoruðu tvö mörk hver á meðan Fanndís Friðriksdóttir, Berglind Bjög Þorvaldsdóttir, Málfríður Erna SIgurðardóttir og Esther Rós Ararsdóttir skoruðu eitt mark hver.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner