Undankeppni HM
Aserbaísjan
LL
0
2
2
Ísland
Undankeppni EM U21
Lúxemborg U21
LL
1
3
3
Ísland U21

Aserbaísjan
0
2
Ísland

0-1
Albert Guðmundsson
'20
0-2
Sverrir Ingi Ingason
'39
13.11.2025 - 17:00
Neftchi Arena
Undankeppni HM
Aðstæður: Virkilega góðar, 15 stiga hiti og grasið grænt og fallegt
Dómari: Nikola Dabanovic (Svartfjallaland)
Neftchi Arena
Undankeppni HM
Aðstæður: Virkilega góðar, 15 stiga hiti og grasið grænt og fallegt
Dómari: Nikola Dabanovic (Svartfjallaland)
Byrjunarlið:
12. Aydin Bayramov (m)
3. Rufat Abbasov
4. Bahlul Mustafazade
5. Anton Krivotsyuk
7. Toral Bayramov
('60)
('60)
8. Emin Makhmudov
('60)
('60)
10. Nariman Akhundzade
('73)
('73)
13. Abbas Huseynov
14. Elvin Badalov
19. Khayal Aliyev
('73)
('73)
20. Abdulakh Khaibulaev
('84)
('84)
Varamenn:
1. Salahat Agayev (m)
23. Rza Jafarov (m)
2. Rahman Dashdamirov
6. Sabuhi Abdullazade
9. Renat Dadasov
('73)
('73)
11. Rustam Akhmedzade
('60)
('60)
15. Badavi Hüseynov
16. Jeyhun Nuriyev
('60)
('60)
17. Rufat Abdullazade
('73)
('73)
18. Jalal Hüseynov
21. Gismat Aliyev
22. Anatolii Nuriiev
('84)
('84)
Liðsstjórn:
Aykhan Abbasov (Þ)
Gul spjöld:
Abdulakh Khaibulaev ('31)
Bahlul Mustafazade ('62)
Rustam Akhmedzade ('83)
Anton Krivotsyuk ('85)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sannngjarn sigur Íslands staðreynd.
Flottur fyrri hálfleikur skilaði sigri í dag. Síðari hálfleikur ekki sá gæðamesti en það er skiljanlegt þar sem næsti leikur gegn Úkraínu er á sunnudag. Sannkölluð veisla þar enda úrslitaleikur um sæti í umspili fyrir HM.
Viðtöl og frekari umfjöllun um leikinn væntanleg á næstu mínútum.
Flottur fyrri hálfleikur skilaði sigri í dag. Síðari hálfleikur ekki sá gæðamesti en það er skiljanlegt þar sem næsti leikur gegn Úkraínu er á sunnudag. Sannkölluð veisla þar enda úrslitaleikur um sæti í umspili fyrir HM.
Viðtöl og frekari umfjöllun um leikinn væntanleg á næstu mínútum.
93. mín
Azerar fá hornspyrnu.
Anatolii Nuriiev fær boltann eftir hornið og lætur vaða en setur boltann vel framhjá markinu.
Anatolii Nuriiev fær boltann eftir hornið og lætur vaða en setur boltann vel framhjá markinu.
89. mín
Albert og Hákon
Sundurspila vörn Azera úti til hægri. Albert leggur boltann á Jón Dag sem er í hörkufæri en setur boltann beint á Aydin sem gerði vel að mæta út í hann.
Sundurspila vörn Azera úti til hægri. Albert leggur boltann á Jón Dag sem er í hörkufæri en setur boltann beint á Aydin sem gerði vel að mæta út í hann.
87. mín
Vond spyrna frá Elíasi frá marki. Boltinn beint á Anatolii Nuriiev sem lætur vaða með Elías úr jafnvægi en hittir ekki markið.
86. mín
Boltinn fellur fyrir fætur Jóns Dags á vítateigslínu eftir aukaspyrnu. hann reynir skot að marki en boltinn af varnarmanni í fang Aydin í markinu.
85. mín
Gult spjald: Anton Krivotsyuk (Aserbaísjan)
Gult spjald: Anton Krivotsyuk (Aserbaísjan)
Rífur Brynjólf niður í baráttu um boltann.
75. mín
Hætta í teig Azera eftir horn. Aydin kýlir boltann frá sem fellur fyrir Mikael sem á hörkuskot sem fer í varnarmann.
74. mín
Rufat Abdullazade hendir sér niður í teignum við minnstu snertingu frá Jóni Degi. Heimamenn vilja víti en ekkert dæmt. Það lítið að ég trúi varla að VAR hafi skoðað þetta.
72. mín
Langur spilkafli Íslands endar með skoti frá Daníel Tristan sem hittir þó ekki markið.
69. mín
Gult spjald: Brynjólfur Willumsson (Ísland)
Gult spjald: Brynjólfur Willumsson (Ísland)
Ekki tók það Brynjólf langan tíma að komast í bókina. Fer í skallaeinvígi með hendurnar hátt. Svartfellingnum fannst nóg um.
67. mín
Þreföld skipting hjá Íslandi í vændum
Brynjólfur, Daníel Tristan og Jón Dagur að gera sig klára.
Brynjólfur, Daníel Tristan og Jón Dagur að gera sig klára.
64. mín
Heimamenn ógna
Frábær sending innfyrir vörn Íslands skapar usla en Daniel Leó vinnur frábærlega til baka og skilar boltanum í horn.
Frábær sending innfyrir vörn Íslands skapar usla en Daniel Leó vinnur frábærlega til baka og skilar boltanum í horn.
58. mín
Elvar Geir skrifar frá Bakú:
Það verður fróðlegt að sjá skiptingarnar sem fara að detta inn hjá íslenska liðinu. Arnar verður að vera með það í huga að við erum að öllum líkindum að fara í úrslitaleik gegn Úkraínu á sunnudaginn. Þar þurfum við ferskar fætur lykilmanna.
57. mín
Andri Lucas með skot úr D-boganum eftir góðan undirbúning Mikaels. Boltinn þó beint í fang Aydin Bayramov
Andri Lucas með skot úr D-boganum eftir góðan undirbúning Mikaels. Boltinn þó beint í fang Aydin Bayramov
54. mín
Albert í hörkufæri
Snýr af sér varnarmann á miðjum vallarhelmingi Azera og keyrir í átt að marki. Kemur sér inn á teiginn og lætur vaða undir pressu en beint á markvörð heimamanna.
Valdi líklega síðsta kostinn þarna með þrjá samherja í teignum.
Snýr af sér varnarmann á miðjum vallarhelmingi Azera og keyrir í átt að marki. Kemur sér inn á teiginn og lætur vaða undir pressu en beint á markvörð heimamanna.
Valdi líklega síðsta kostinn þarna með þrjá samherja í teignum.
50. mín
Elías hirðir boltann úr loftinu í teignum eftir horn. Fer með mjöðmina í andlitið á Sverri Inga sem steinliggur í kjölfarið.
49. mín
Elías í brasi og setur boltann beint á Azera í teignum. Sem betur fer nýta þeir sér ekki þessi mistök og Ísland vinnur boltann aftur.
47. mín
Nariman Akhundzade með hörkuskot frá vítateig eftir snögga sókn Azera en setur boltann yfir markið.
Nariman Akhundzade með hörkuskot frá vítateig eftir snögga sókn Azera en setur boltann yfir markið.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Ísland sparkar þessum síðari hálfleik af stað. Óbreytt lið hjá báðum liðum.
Ísland sparkar þessum síðari hálfleik af stað. Óbreytt lið hjá báðum liðum.
45. mín
Hálfleikur
Tölfræði fyrri hálfleiks
AZE - ÍSL
Með bolta: 33% - 67%
Sendingar: 144 - 329
Heppnaðar sendingar: 110 - 306
Skot: 3 - 8
Skot á mark: 0 - 2
Veglengd: 53,4km - 55,2km
Með bolta: 33% - 67%
Sendingar: 144 - 329
Heppnaðar sendingar: 110 - 306
Skot: 3 - 8
Skot á mark: 0 - 2
Veglengd: 53,4km - 55,2km
45. mín
Hálfleikur
Fínum fyrri hálfleik í Baku lokið. Tveggja marka forysta og fín frammistaða til þessa. Vonumst eftir meira af því sama í síðari hálfleik.
45. mín
Elvar Geir skrifar frá Bakú:
Fyrsta landsliðsmark Sverris í níu ár
Markið sem Sverrir skoraði er hans fjórða landsliðsmark, kemur í leik númer 64. Síðast skoraði hann fyrir níu árum síðan! Í 2-0 sigri gegn Möltu í vináttulandsleik.
Jói Berg lagði líka upp mark gegn Aserum í fyrsta leiknum!
Jóhann Berg átti stoðsendingu á Grétar Rafn Steinsson í sínum fyrsta landsleik, sem var gegn Aserbaísjan. Vel við hæfi að hann leggi líka upp í sínum 100. leik, einnig gegn Aserum!
Markið sem Sverrir skoraði er hans fjórða landsliðsmark, kemur í leik númer 64. Síðast skoraði hann fyrir níu árum síðan! Í 2-0 sigri gegn Möltu í vináttulandsleik.
Jói Berg lagði líka upp mark gegn Aserum í fyrsta leiknum!
Jóhann Berg átti stoðsendingu á Grétar Rafn Steinsson í sínum fyrsta landsleik, sem var gegn Aserbaísjan. Vel við hæfi að hann leggi líka upp í sínum 100. leik, einnig gegn Aserum!
44. mín
Hik og hætta
Eitthvað his í öftustu línu býður hættunni heim. Elías mætir út úr markinu en er hikandi og heimamenn hársbreidd frá að komast í boltann.
Eitthvað his í öftustu línu býður hættunni heim. Elías mætir út úr markinu en er hikandi og heimamenn hársbreidd frá að komast í boltann.
40. mín
Elvar Geir skrifar frá Bakú:
Það er gaman að vera Íslendingur í Bakú núna! Um leið og Sverrir Ingi skoraði markið þá stóðu svona sjö reiðir og pirraðir fréttamenn upp og gengu reiðilega í burtu. Einhverjir af þeim tóku bara búnaðinn sinn með og ég er ekki viss um að þeir snúi aftur...
39. mín
MARK!
MARK!Sverrir Ingi Ingason (Ísland)
Stoðsending: Jóhann Berg Guðmundsson
Stoðsending: Jóhann Berg Guðmundsson
Frábær útfærsla skilar marki!
Aukaspyrna um 25 metrum frá marki tekin stutt. Boltinn settur út til vinstri á Jóhann Berg sem teiknar boltann inn á hættusvæðið. Þar mætir Sverrir Ingi og skallar boltann í gagnstætt horn.
Frábært mark á frábærum tímapunkti.
Frábært mark á frábærum tímapunkti.
34. mín
Azerar fá horn. Sverrir Ingi ekki á tánum en klórar sig fram úr því og setur boltann í horn.
32. mín
Stórhætta eftir aukaspyrnuna frá Alberti. Heimamenn fyrstir á boltann en setja hann næstum í eigið net. Ísland fær horn.
31. mín
VAR er að skoða hvort refsingin eigi að vera eitthvað meira en bara gult.
Tekur smá stund en niðurstaðan er að gult stendur.
Tekur smá stund en niðurstaðan er að gult stendur.
Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
28. mín
Elvar Geir skrifar frá Bakú:
Það hefur fátt komið á óvart í því hvernig þessi leikur hefur spilast. Íslenska liðið hefur sýnt að það er með miklu meiri gæði innan sinna raða og verið mun meira með boltann. Það er þó alveg klárlega meiri andi í aserska liðinu en í Laugardalnum og þeir hafa sýnt að þeir geta alveg ógnað þegar þeir sækja hratt.
27. mín
Rufat Abbasov í hörkufæri eftir snögga sókn heimamanna. Leikur inn á teiginn frá vinstri og reynir að snúa boltann í hornið fjær. Guðlaugur Viktor nær að reka tánna í boltann sem svífur framhjá markinu og Azerar fá horn.
25. mín
Jói Berg með hornið, Sverrir Ingi sterkur í loftinu og vinnur baráttuna en skallar boltann yfir markið.
24. mín
Azerar nálægt því að setja boltann i eigið net!
Frábær sprettur hjá Alberti sem kemst inn á teiginn hægra megin, neglir boltanum fyrir markið sem fer af Azera og rétt yfir markið.
Frábær sprettur hjá Alberti sem kemst inn á teiginn hægra megin, neglir boltanum fyrir markið sem fer af Azera og rétt yfir markið.
22. mín
Þar skall hurð nærri hælum!
Daníel Leó í brasi og missir mann innfyrir sig. Boltinn fyrir markið það sem Abdulakh Khaibulaev mætir en setur boltann framhjá úr úrvalsfæri.
Daníel Leó í brasi og missir mann innfyrir sig. Boltinn fyrir markið það sem Abdulakh Khaibulaev mætir en setur boltann framhjá úr úrvalsfæri.
20. mín
MARK!
MARK!Albert Guðmundsson (Ísland)
Stoðsending: Ísak Bergmann Jóhannesson
Stoðsending: Ísak Bergmann Jóhannesson
Mark!
Heimamenn sofna á verðinum
Eftir ágæta sóknarlotu Íslands finnur Ísak Albert í risasvæði í teignum. Hann snýr beint í átt að marki og klárar snyrtilega í netið.
Heimamenn fórna höndum og vonast eftir rangstöðu en það verður ekki.
Heimamenn sofna á verðinum
Eftir ágæta sóknarlotu Íslands finnur Ísak Albert í risasvæði í teignum. Hann snýr beint í átt að marki og klárar snyrtilega í netið.
Heimamenn fórna höndum og vonast eftir rangstöðu en það verður ekki.
18. mín
Elvar Geir skrifar frá Bakú:
Hér í borginni er mikil virðing borin fyrir reykingafólki og leyfilegt að reykja inni á flestum stöðum. Stúkan á vellinum er þó reyklaus en einn kollegi minn meðal heimamanna lét það ekki stöðva sig í að kveikja á einni í fréttamannastúkunni. Hann fékk aðvörun frá öryggisverði en fékk þó að klára sígarettuna. Greinilega einhver algjör kóngur í bransanum.
17. mín
Azerar með allar rúturnar í teignum
Ísland sækir og heimamenn pakka öllum leikmönnum fyrir aftan boltann. Lítið pláss að sækja í og lítið um opnanir.
Ísland sækir og heimamenn pakka öllum leikmönnum fyrir aftan boltann. Lítið pláss að sækja í og lítið um opnanir.
12. mín
Azerar skora.
Sleppa í gegnum vörn Íslands og koma boltanum í netið. Flaggið þó löngu farið á loft og það telur ekki.
Ekki einu sinni tæpt.
Sleppa í gegnum vörn Íslands og koma boltanum í netið. Flaggið þó löngu farið á loft og það telur ekki.
Ekki einu sinni tæpt.
10. mín
Albert vinnur hornspyrnu fyrir Ísland. Stóru mennirnir mæta í teiginn.
Guðlaugur Viktor rís hæst í teignum en nær ekki að stýra skallanum á markið.
Guðlaugur Viktor rís hæst í teignum en nær ekki að stýra skallanum á markið.
6. mín
Fyrsta horn kvöldsins er heimamanna.
Einhver æfð útfærsla borin á borð.... framkvæmdin slök og Ísland á markspyrnu.
Einhver æfð útfærsla borin á borð.... framkvæmdin slök og Ísland á markspyrnu.
5. mín
Azerum finnst gaman að baula þegar íslenska liðið er með boltann. Þreytast sennilega fljótt á því enda Ísland meira með boltann þessar fyrstu mínútur.
2. mín
Ísak Bergmann með fyrsta skotið
Ágæt sóknarlota Íslands endar með skoti frá Ísak af um 20 metrum. Boltinn vel yfir markið.
Ágæt sóknarlota Íslands endar með skoti frá Ísak af um 20 metrum. Boltinn vel yfir markið.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað í Baku. Það eru heimamenn sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Elvar Geir skrifar frá Bakú:
Þrátt fyrir að það sé langt frá því að vera fullur völlur þá er ansi fjölmennur hópur af "tólfu" þeirra Asera mættur. Þeir eru staðsettir fyrir aftan íslenska markið í fyrri hálfleik. Baula á Elías markvörð. Allt að verða klárt. Þjóðsöngvarnir að baki og Ísland í hvítu treyjunum; alhvítir.
Fyrir leik
Arnar hefur mikla trú á Kristian
Kristian er að byrja sinn annan landsleik en hann fékk byrjunarliðssæti gegn Slóvakíu hjá Age Hareide í undankeppni EM fyrir tveimur árum síðan.
Hann er með tvö landsliðsmörk í átta leikjum, skoraði í stórsigrinum gegn Aserum í fyrstu umferðinni og svo eftir öfluga innkomu gegn Frakklandi.
Hann er með tvö landsliðsmörk í átta leikjum, skoraði í stórsigrinum gegn Aserum í fyrstu umferðinni og svo eftir öfluga innkomu gegn Frakklandi.
13.11.2025 16:46
Annar byrjunarliðsleikur Kristians - „Þetta er bara súpertalent“
Fyrir leik
Tvö ár frá því að Aserar unnu mótsleik
Liðið hefur ekki unnið keppnisleik í rúm tvö ár, en síðasti sigurinn kom gegn Svíþjóð haustið 2023. Liðið er því án sigurs í ellefu keppnisleikjum í röð.
13.11.2025 16:30
Tvö ár frá því að Aserbaísjan vann keppnisleik
Fyrir leik
Elvar Geir skrifar frá Bakú:
Aðstæður upp á 9,5 hér í Bakú. Grasið er iðagrænt, 15 gráðu hiti og allt eins og það á að vera. Bakú er kölluð borg vindanna en það hefur verið logn hérna síðan íslenska landsliðið mætti á svæðið.
Spenna í loftinu í Bakú #fotboltinet pic.twitter.com/5PWy5UmQ4T
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) November 13, 2025
Fyrir leik
Spá fjölmiðlamanna:
Jói Leeds, Morgunblaðinu: 0-1 Ísland, sjálfsmark. Óþægilegur leikur:
Elvar Geir, Fótbolta.net: 0-2. Þetta verður nokkuð þægilegt í seinni hálfleik. Albert og Kristian með mörkin.
Valur Páll, Sýn: 2-4.
Kjartan Henry, Sýn: 0-2.
Sverrir Örn, Fótbolta.net: 0-2. Sverrir með mark eftir horn og Jói Berg hleður í snuddu af 30 metrunum.
Elvar Geir, Fótbolta.net: 0-2. Þetta verður nokkuð þægilegt í seinni hálfleik. Albert og Kristian með mörkin.
Valur Páll, Sýn: 2-4.
Kjartan Henry, Sýn: 0-2.
Sverrir Örn, Fótbolta.net: 0-2. Sverrir með mark eftir horn og Jói Berg hleður í snuddu af 30 metrunum.
Fyrir leik
Valur Páll fer yfir málin i stúkunni í Baku
Valur Páll Eiríksson, íþróttafréttamaður á Sýn ræddi við Fótbolta.net um byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan.
Valur Páll Eiríksson, íþróttafréttamaður á Sýn ræddi við Fótbolta.net um byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan.
13.11.2025 16:06
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Fyrir leik
Jói Berg byrjar í 100. landsleiknum
Byrjunarliðið hefur verið staðfest
Jóhann Berg Guðmundsson mun byrja í sínum 100. landsleik.
Kristian Hlynsson kemur einnig inn í byrjunarliðið, Logi Tómasson hefur verið veikur og er ekki klár í að byrja svo Mikael Egill Ellertsson verður í bakverði. Andri Lucas Guðjohnsen kemur inn eftir að hafa verið í leikbanni í jafnteflinu gegn Frakklandi.
Frá Frakkaleiknum fara því Logi, Sævar Atli Magnússon (meiddur) og Daníel Tristan Guðjohnsen úr liðinu. Inn koma Jói Berg, Kristian og Andri.
Jóhann Berg Guðmundsson mun byrja í sínum 100. landsleik.
13.11.2025 15:08
Jói Berg byrjar í 100. landsleiknum

Kristian Hlynsson kemur einnig inn í byrjunarliðið, Logi Tómasson hefur verið veikur og er ekki klár í að byrja svo Mikael Egill Ellertsson verður í bakverði. Andri Lucas Guðjohnsen kemur inn eftir að hafa verið í leikbanni í jafnteflinu gegn Frakklandi.
Frá Frakkaleiknum fara því Logi, Sævar Atli Magnússon (meiddur) og Daníel Tristan Guðjohnsen úr liðinu. Inn koma Jói Berg, Kristian og Andri.
Fyrir leik
Ekki mikill áhugi hjá heimafólki
Aserar eru aðeins með eitt stig í riðlinum og áhugi heimamanna á þessum leik er ekki mikill. Neftci leikvangurinn tekur 11 þúsund áhorfendur en búist er við um 4 þúsund manns á leikinn. Þar af eru á þriðja tug Íslendinga.

Aserar eru aðeins með eitt stig í riðlinum og áhugi heimamanna á þessum leik er ekki mikill. Neftci leikvangurinn tekur 11 þúsund áhorfendur en búist er við um 4 þúsund manns á leikinn. Þar af eru á þriðja tug Íslendinga.
Fyrir leik
Þurfum að keyra á þá
Hákon Arnar Haraldsson var spurður að því á fréttamannafundi í gær við hverju íslenska liðið megi búast frá Aserum?
„Ég býst við að þeir leggist niður eins og þeir hafa verið að gera. Þeir eru á heimavelli og vilja gera betur en síðast, hefna fyrir 5-0. Við þurfum líklega að brjóta þá niður og halda áfram að keyra á þá," segir Hákon sem var spurður að því hvort fyrri leikurinn gegn Aserum hafi verið einn sá skemmtilegasti sem hann hafi spilað í landsliðstreyjunni?
„Mögulega sá skemmtilegasti, sérstaklega seinni hálfleikurinn. Manni leið eins og allt virkaði; sendingar, skot... við vorum gjörsamlega með þá. En það er langt síðan og það gefur okkur ekkert fyrir morgundaginn."
Á fréttamannafundinum í gær var meðal annars rætt um að ferðalagið og tímamismunurinn hafi tekið sinn toll af leikmönnum í undirbúningnum.

Hákon Arnar Haraldsson var spurður að því á fréttamannafundi í gær við hverju íslenska liðið megi búast frá Aserum?
„Ég býst við að þeir leggist niður eins og þeir hafa verið að gera. Þeir eru á heimavelli og vilja gera betur en síðast, hefna fyrir 5-0. Við þurfum líklega að brjóta þá niður og halda áfram að keyra á þá," segir Hákon sem var spurður að því hvort fyrri leikurinn gegn Aserum hafi verið einn sá skemmtilegasti sem hann hafi spilað í landsliðstreyjunni?
„Mögulega sá skemmtilegasti, sérstaklega seinni hálfleikurinn. Manni leið eins og allt virkaði; sendingar, skot... við vorum gjörsamlega með þá. En það er langt síðan og það gefur okkur ekkert fyrir morgundaginn."
Á fréttamannafundinum í gær var meðal annars rætt um að ferðalagið og tímamismunurinn hafi tekið sinn toll af leikmönnum í undirbúningnum.
12.11.2025 15:27
„Ég hef sjálfur strögglað við það að sofna“
Fyrir leik
Kemst Ísland í umspilið?
Í skoðanakönnun Fótbolta.net sést að að helmingur þjóðarinnar spáir því að Ísland komist í umspilið. Vonandi mun sá helmingur hafa rétt fyrir sér!
12.11.2025 12:56
Kemst Ísland í umspilið? - Þjóðin skiptist í tvennt
Fyrir leik
Megum ekki halda að þetta verði auðvelt
„Án þess að vera hrokafullir og horfa of mikið í fyrri úrslitin ætlum við að vinna þennan leik. Við erum ekkert feimnir við að tala um það. Við megum alls ekki halda að við komum hingað og þetta verður auðvelt," segir Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Íslands.

„Án þess að vera hrokafullir og horfa of mikið í fyrri úrslitin ætlum við að vinna þennan leik. Við erum ekkert feimnir við að tala um það. Við megum alls ekki halda að við komum hingað og þetta verður auðvelt," segir Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Íslands.
11.11.2025 20:30
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Fyrir leik
Hvernig verður byrjunarliðið?
Um 75 mínútum fyrir leik verða byrjunarliðin opinberuð og spennandi verður að sjá hvernig Arnar Gunnlaugsson stillir þessu upp. Við á Fótbolta.net settum saman líklegt byrjunarlið í gær og stilltum Guðjohnsen bræðrum saman í fremstu víglínu.
Ljóst er að Mikael Anderson verður ekki með í þessum glugga vegna meiðsla og þá sagði Arnar frá því að Logi Tómasson hefði verið að glíma við veikindi en bjóst við því að hann yrði klár í slaginn.
Ljóst er að Mikael Anderson verður ekki með í þessum glugga vegna meiðsla og þá sagði Arnar frá því að Logi Tómasson hefði verið að glíma við veikindi en bjóst við því að hann yrði klár í slaginn.
12.11.2025 14:52
Líklegt lið Íslands: Guðjohnsen framlína - Byrjar Logi?
Fyrir leik
Jói Berg: Örugglega ekki margir sem hafa gert það
Jóhann Berg Guðmundsson er kominn með 99 landsleiki en Morgunblaðið vakti athygli á því að hans fyrsti landsleikur hafi einmitt verið gegn Aserbaísjan, þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í vináttulandsleik á Laugardalsvelli 2008.
„Fyrsti landsleikurinn var gegn Aserbaísjan og hvort sá hundraðasti komi gegn þeim líka verður bara að koma í ljós. Það eru örugglega ekki margir sem hafa spilað sinn fyrsta og hundraðasta gegn sömu þjóð. Við erum bara komnir hingað til að ná í þrjá punkta í fyrsta leik. Það er það sem skiptir máli. Þessi hundraðasti landsleikur kemur þegar hann kemur. Aðalmálið er að komast í umspilið og reyna að upplifa það aftur að komast á stórmót," segir Jóhann Berg.

Jóhann Berg Guðmundsson er kominn með 99 landsleiki en Morgunblaðið vakti athygli á því að hans fyrsti landsleikur hafi einmitt verið gegn Aserbaísjan, þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í vináttulandsleik á Laugardalsvelli 2008.
„Fyrsti landsleikurinn var gegn Aserbaísjan og hvort sá hundraðasti komi gegn þeim líka verður bara að koma í ljós. Það eru örugglega ekki margir sem hafa spilað sinn fyrsta og hundraðasta gegn sömu þjóð. Við erum bara komnir hingað til að ná í þrjá punkta í fyrsta leik. Það er það sem skiptir máli. Þessi hundraðasti landsleikur kemur þegar hann kemur. Aðalmálið er að komast í umspilið og reyna að upplifa það aftur að komast á stórmót," segir Jóhann Berg.
11.11.2025 11:56
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Fyrir leik
Sverrir Ingi: Við viljum vera þarna
„Það er alltaf öðruvísi að spila á útivelli í svona keppnum, þetta verður virkilega efiður leikur en við erum komnir hingað til að vinna leikinn og koma okkur í góða stöðu fyrir leikinn á sunnudaginn," segir Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður íslenska landsliðsins.
Ísland þarf sigur gegn Aserbaísjan á fimmtudaginn til að vera öruggt með úrslitaleik gegn Úkraínu í lokaumferðinni í næstu viku, um sæti í umspilinu um sæti á HM.
„HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Þetta verður alvöru mót og við viljum vera þarna. Við erum núna í fínni stöðu til að koma okkur í leiki í mars um hvort við komumst þangað. Það er mikilvægt að við byrjum núna á fimmtudaginn að sækja góð úrslit og halda draumnum lifandi."

„Það er alltaf öðruvísi að spila á útivelli í svona keppnum, þetta verður virkilega efiður leikur en við erum komnir hingað til að vinna leikinn og koma okkur í góða stöðu fyrir leikinn á sunnudaginn," segir Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður íslenska landsliðsins.
Ísland þarf sigur gegn Aserbaísjan á fimmtudaginn til að vera öruggt með úrslitaleik gegn Úkraínu í lokaumferðinni í næstu viku, um sæti í umspilinu um sæti á HM.
„HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Þetta verður alvöru mót og við viljum vera þarna. Við erum núna í fínni stöðu til að koma okkur í leiki í mars um hvort við komumst þangað. Það er mikilvægt að við byrjum núna á fimmtudaginn að sækja góð úrslit og halda draumnum lifandi."
11.11.2025 15:00
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Fyrir leik
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
„Mjög mikilvægir leikir. Við byrjum á að spila gegn Aserbaísjan á erfiðum útivelli. Þetta verður aðeins öðruvísi leikur en leikurinn í Laugardalnum en er mjög spennandi. Svo vonandi úrslitaleikur gegn Úkraínu," segir Andri Lucas Guðjohnsen, sóknarmaður íslenska landsliðsins.
Andri segist finna það að íslenski hópurinn sé að slípast betur og betur saman í hverjum glugga.
„Hópurinn hefur verið mjög svipaður síðustu glugga og við erum að verða mjög gott lið. Það eru hlutir sem hægt er að bæta en margt mjög jákvætt í íslenska landsliðinu í dag. Með hverjum glugganum erum við að skapa fleiri færi og koma okkur í mjög góðar stöður."

„Mjög mikilvægir leikir. Við byrjum á að spila gegn Aserbaísjan á erfiðum útivelli. Þetta verður aðeins öðruvísi leikur en leikurinn í Laugardalnum en er mjög spennandi. Svo vonandi úrslitaleikur gegn Úkraínu," segir Andri Lucas Guðjohnsen, sóknarmaður íslenska landsliðsins.
Andri segist finna það að íslenski hópurinn sé að slípast betur og betur saman í hverjum glugga.
„Hópurinn hefur verið mjög svipaður síðustu glugga og við erum að verða mjög gott lið. Það eru hlutir sem hægt er að bæta en margt mjög jákvætt í íslenska landsliðinu í dag. Með hverjum glugganum erum við að skapa fleiri færi og koma okkur í mjög góðar stöður."
11.11.2025 14:00
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Fyrir leik
Davíð Snorri: Við hugsum stórt
„Í hverjum leik reynum við alltaf að finna eitthvað sem hægt er að bæta við. Við fengum einhvers svör í fyrri leiknum (gegn Aserum) þar sem þetta eru að mörgu leyti sömu leikmenn þó það sé breyting á taktík. Í hverjum leik er alltaf eitthvað sem við reynum að bæta og gera eitthvað öðruvísi," segir Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarlandsliðsþjálfari.
„Við erum ekki stærsta þjóð í heimi en erum með góða leikmenn og hugsum stórt. Það breytist ekkert."

„Í hverjum leik reynum við alltaf að finna eitthvað sem hægt er að bæta við. Við fengum einhvers svör í fyrri leiknum (gegn Aserum) þar sem þetta eru að mörgu leyti sömu leikmenn þó það sé breyting á taktík. Í hverjum leik er alltaf eitthvað sem við reynum að bæta og gera eitthvað öðruvísi," segir Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarlandsliðsþjálfari.
„Við erum ekki stærsta þjóð í heimi en erum með góða leikmenn og hugsum stórt. Það breytist ekkert."
10.11.2025 15:48
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Fyrir leik
Betri spilamennska eftir þjálfaraskipti
Ísland vann 5-0 sigur þegar liðin mættust á Laugardalsvelli í fyrstu umferð keppninnar. Margt hefur breyst hjá Aserum síðan þá, þjálfarabreytingar urðu og Aykhan Abbasov var færður upp úr stöðu U21 landsliðsþjálfara og tók við liðinu út undankeppnina. Jákvæðar breytingar hafa orðið á spilamennskunni þó liðið sé bara með eitt stig á botni riðilsins.
„Við eigum von á öðruvísi leik en í fyrri leiknum gegn þeim. Þeir hafa skipt um þjálfara og eru orðnir betri í því sem þeir eru að gera. Það er mikil ástríða í nýja þjálfaranum og það skilar sér heldur betur inn á völlinn. Það sést bara á úrslitunum hjá þeim," segir Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands.

Ísland vann 5-0 sigur þegar liðin mættust á Laugardalsvelli í fyrstu umferð keppninnar. Margt hefur breyst hjá Aserum síðan þá, þjálfarabreytingar urðu og Aykhan Abbasov var færður upp úr stöðu U21 landsliðsþjálfara og tók við liðinu út undankeppnina. Jákvæðar breytingar hafa orðið á spilamennskunni þó liðið sé bara með eitt stig á botni riðilsins.
„Við eigum von á öðruvísi leik en í fyrri leiknum gegn þeim. Þeir hafa skipt um þjálfara og eru orðnir betri í því sem þeir eru að gera. Það er mikil ástríða í nýja þjálfaranum og það skilar sér heldur betur inn á völlinn. Það sést bara á úrslitunum hjá þeim," segir Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands.
Fyrir leik
Svartfellingar og Serbar sjá um að dæma leik Asera og Íslendinga
Dómararnir úti á vellinum koma frá Svartfjallalandi en aðaldómari verður Nikola Dabanovic. Hann hefur áður dæmt landsleik hjá Íslandi en það var 1-1 jafntefli gegn Armeníu á Laugardalsvalli 2021 en í þeim leik skoraði Ísak Bergmann Jóhannesson sitt fyrsta landsliðsmark.
VAR dómgæslan á fimmtudaginn verður í höndum Serba en VAR dómari verður Momcilo Markovic.
Dómari: Nikola Dabanovic, Svartfjallaland
Aðstoðardómari 1: Vladan Todorovic, Svartfjallaland
Aðstoðardómari 2: Srdan Jovanovic, Svartfjallaland
Fjórði dómari: Milos Boskovic, Svartfjallaland
VAR dómari: Momcilo Markovic, Serbía
Aðstoðar VAR dómari: Aleksandar Zivkovic, Serbía

Dómararnir úti á vellinum koma frá Svartfjallalandi en aðaldómari verður Nikola Dabanovic. Hann hefur áður dæmt landsleik hjá Íslandi en það var 1-1 jafntefli gegn Armeníu á Laugardalsvalli 2021 en í þeim leik skoraði Ísak Bergmann Jóhannesson sitt fyrsta landsliðsmark.
VAR dómgæslan á fimmtudaginn verður í höndum Serba en VAR dómari verður Momcilo Markovic.
Dómari: Nikola Dabanovic, Svartfjallaland
Aðstoðardómari 1: Vladan Todorovic, Svartfjallaland
Aðstoðardómari 2: Srdan Jovanovic, Svartfjallaland
Fjórði dómari: Milos Boskovic, Svartfjallaland
VAR dómari: Momcilo Markovic, Serbía
Aðstoðar VAR dómari: Aleksandar Zivkovic, Serbía
Byrjunarlið:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
3. Daníel Leó Grétarsson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
5. Sverrir Ingi Ingason
7. Jóhann Berg Guðmundsson
('68)
('89)
('68)
('89)
8. Ísak Bergmann Jóhannesson
9. Hákon Arnar Haraldsson
10. Albert Guðmundsson
('91)
('91)
14. Mikael Egill Ellertsson
20. Kristian Hlynsson
('68)
('68)
22. Andri Lucas Guðjohnsen
('68)
('68)
Varamenn:
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
13. Anton Ari Einarsson (m)
2. Logi Tómasson
6. Gísli Gottskálk Þórðarson
('91)
('91)
11. Jón Dagur Þorsteinsson
('68)
('68)
15. Brynjólfur Willumsson
('68)
('68)
16. Stefán Teitur Þórðarson
('89)
('89)
17. Aron Einar Gunnarsson
18. Andri Fannar Baldursson
19. Bjarki Steinn Bjarkason
21. Daníel Tristan Guðjohnsen
('68)
('68)
23. Hörður Björgvin Magnússon
Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Davíð Snorri Jónasson
Gul spjöld:
Guðlaugur Victor Pálsson ('49)
Brynjólfur Willumsson ('69)
Rauð spjöld:















