Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fim 13. nóvember 2025 16:46
Elvar Geir Magnússon
Bakú
Annar byrjunarliðsleikur Kristians - „Þetta er bara súpertalent“
Kristian Hlynsson á keppnisvellinum í Bakú.
Kristian Hlynsson á keppnisvellinum í Bakú.
Mynd: KSÍ
Kristian hefur skorað gegn Aserbaísjan og Frakklandi í þessari undankeppni.
Kristian hefur skorað gegn Aserbaísjan og Frakklandi í þessari undankeppni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Nú fer leikur Aserbaísjan og Íslands í undankeppni HM að hefjast. Byrjunarliðsval Arnars Gunnlaugssonar er eins og oft áður áhugavert en Kristian Hlynsson fær tækifærið.

Kristian er að byrja sinn annan landsleik en hann fékk byrjunarliðssæti gegn Slóvakíu hjá Age Hareide í undankeppni EM fyrir tveimur árum síðan.

Lestu um leikinn: Aserb­aísjan 0 -  2 Ísland

Þar var honum kastað ofan í djúpu laugina í leik sem tapaðist illa 4-2. Kristian fann sig ekki í frumrauninni og var tekinn af velli í hálfleik.

Kristian er að leika sinn níunda landsleik en hann kom inn gegn Frakkland í hálfleik i og skoraði jöfnunarmarkið í síðasta glugga. Hann átti glæsilega innkomu og fékk 8 í einkunn á Fótbolta.net.

Kristian er 21 árs og spilar fyrir hollenska úrvalsdeildarliðið Twente. Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands, hrósaði leikmanninum í hástert á dögunum í viðtali við Fótbolta.net.

„Í fyrsta eða öðrum glugganum mínum þá tók ég hann aðeins til hliðar og sagði innan árs þá verður þú lykilmaður í okkar liði. Ég veit ekki hvort að hann hafi trúað mér, ég vona að hann hafi gert það, því hann hefur óbilandi trú á sjálfum sér," sagði Arnar.

„Þetta er bara súpertalent, það muna allir eftir honum sem barnastjörnu og hvernig honum vegnaði hjá Ajax. Svo er þetta ekkert ósvipað hjá honum og Ísaki og fleiri ungum leikmönnum, það kemur niðurtúr í eitthvað tímabil. Sem er alveg eðlilegt. Núna er hann að koma til baka úr því tímabili, hann er á virkilega góðum stað drengurinn.“

Fyrsta landsliðsmarkið hans kom gegn Aserbaídsjan í öruggum sigri og í næsta verkefni jafnaði hann metin gegn Frökkum. Arnar var spurður hvort að hann fái enn stærri rullu í komandi landsliðsverkefni?

„Ef við fylgjumst með hans framgangi undir minni stjórn þá hefur hann verið að fá mínútur hér og þar. Hann hefur nýtt þær mínútur mjög vel. Ég get orðað það þannig að mark á móti þjóð sem er númer tvö eða þrjú á heimslistanum hjálpar alveg til við að fá fleiri mínútur."
Athugasemdir
banner