Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
   mið 12. nóvember 2025 14:52
Elvar Geir Magnússon
Bakú
Líklegt lið Íslands: Guðjohnsen framlína - Byrjar Logi?
Daníel Tristan Guðjohnsen á æfingu íslenska liðsins í dag.
Daníel Tristan Guðjohnsen á æfingu íslenska liðsins í dag.
Mynd: KSÍ
Logi Tómasson hefur verið að glíma við veikindi.
Logi Tómasson hefur verið að glíma við veikindi.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sá samkvæmisleikur að giska á byrjunarlið Íslands er sérstaklega skemmtilegur eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við liðinu. Fróðlegt verður að sjá hvernig hann stillir upp liðinu gegn Aserbísjan á morgun.

Þó um útileik sé að ræða þá er íslenska liðið sigurstranglegra og verður væntanlega meira með boltann, á meðan Aserarnir eru líklegir til að vera aftarlega á vellinum.

Fótbolti.net spáir því að Guðjohnsen bræðurnir Andri Lucas og Daníel Tristan muni verða í fremstu víglínu. Andri Lucas var í banni í jafnteflinu gegn Frakklandi en Sævar Atli Magnússon meiddist gegn Frökkum og er á meiðslalistanum.

Logi veikur og er spurningamerki
Að öðru leyti spáum við því að byrjunarliðið gegn Frakklandi verði óbreytt. Þó er Logi Tómasson spurningamerki eins og fram kom á fréttamannafundi í dag. Hann hefur verið veikur. Vonast er eftir því að hann verði klár á morgun en mögulega verður hann ekki í byrjunarliðinu.

Ef Logi er ekki klár í að byrja er líklegt að Mikael Egill Ellertsson verði í vinstri bakverðinum og Jón Dagur Þorsteinsson eða Jóhann Berg Guðmundsson komi á kantinn.


Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 4 3 1 0 9 - 3 +6 10
2.    Úkraína 4 2 1 1 8 - 7 +1 7
3.    Ísland 4 1 1 2 11 - 9 +2 4
4.    Aserbaísjan 4 0 1 3 2 - 11 -9 1
Athugasemdir
banner