Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
banner
   þri 11. nóvember 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Bakú
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason.
Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafael Benítez.
Rafael Benítez.
Mynd: EPA
„Það er alltaf öðruvísi að spila á útivelli í svona keppnum, þetta verður virkilega efiður leikur en við erum komnir hingað til að vinna leikinn og koma okkur í góða stöðu fyrir leikinn á sunnudaginn," segir Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður íslenska landsliðsins.

Ísland þarf sigur gegn Aserbaísjan á fimmtudaginn til að vera öruggt með úrslitaleik gegn Úkraínu í lokaumferðinni í næstu viku, um sæti í umspilinu um sæti á HM.

„HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Þetta verður alvöru mót og við viljum vera þarna. Við erum núna í fínni stöðu til að koma okkur í leiki í mars um hvort við komumst þangað. Það er mikilvægt að við byrjum núna á fimmtudaginn að sækja góð úrslit og halda draumnum lifandi."

Búinn að vera með risalið
Sverrir spjallaði við Fótbolta.net fyrir utan hótel landsliðsins í Bakú. Það var ekki annað hægt en að ræða við hann um hans nýja þjálfara, Rafa Benítez, sem tók við gríska liðinu Panathinaikos nýlega.

„Hann er þriðji þjálfarinn sem ég er með frá því að tímabilið byrjaði. Það er búið að ganga á ýmsu. Hann er búinn að vera með okkur í fjóra leiki og gengið allt í lagi. Það er erfitt fyrir þjálfara að koma svona inn þegar við erum að spila á þriggja daga fresti. Hann er bara að koma vel inn í þetta."

Það var risafrétt þegar Benítez tók við enda gríðarlega stórt nafn í fótboltaheiminum. Hann hefur unnið titla sem stjóri Liverpool, Inter, Chelsea og Napoli og einnig stýrt Real Madrid.

„Þetta er þjálfari sem hefur unnið á hæsta stigi og maður sér það á hans vinnubrögðum af hverju svo er. Ég er spenntur fyrir framhaldinu, Svo er líka gott fyrir mig á þessum tímapunkti að fá þjálfara sem maður getur lært af. Maður þarf bráðlega að fara að hugsa hvað maður fer að gera eftir að maður hættir að spila fótbolta. Vonandi getur maður lært af honum hvernig hann höndlar ýmislegt," segir Sverrir.

„Ef þú horfi á ferilskrá hans er hann búinn að vera með risalið, hefur verið lengi í bransanum og með mikla reynslu."

Sverrir viðurkennir að hafa íhugað að fara mögulega út í þjálfun þegar ferlinum lýkur, þó það sé algjörlega óráðið hvað hann gerir.

„Maður hefur auðvitað hugleitt það. Maður er að verða 33 ára og veit að maður spilar ekki endalaust. Þjálfun er eitthvað sem ég hef áhuga á en það er ekkert ákveðið. Það á bara eftir að koma í ljós," segir Sverrir.
Athugasemdir
banner
banner