Jóhann Berg Guðmundsson var valinn í landsliðshópinn á ný fyrir komandi leiki gegn Aserbaísjan og Úkraínu í undankeppni HM. Jóhann spjallaði við Fótbolta.net í Bakú.
„Það er tilhlökkun í mér og öllum hópnum; tveir skemmtilegir leikir framundan. Tver erfiðir útileikir og markmiðið er auðvitað að komast í umspilið," segir Jóhann.
Hann spilar með Al Dhafra í Abú Dabí og ferðalagið fyrir hann til Aserbaísjan var þí ekki flókið.
„Þetta var ekki nema tveir og hálfur tími fyrir mig svo þetta var mjög þægilegt. Svolítið annað en fyrir aðra leikmenn," segir Jóhann.
„Það er tilhlökkun í mér og öllum hópnum; tveir skemmtilegir leikir framundan. Tver erfiðir útileikir og markmiðið er auðvitað að komast í umspilið," segir Jóhann.
Hann spilar með Al Dhafra í Abú Dabí og ferðalagið fyrir hann til Aserbaísjan var þí ekki flókið.
„Þetta var ekki nema tveir og hálfur tími fyrir mig svo þetta var mjög þægilegt. Svolítið annað en fyrir aðra leikmenn," segir Jóhann.
Eftir að hafa ekki verið valinn í síðasta hóp, var ekki gaman að fá kallið núna?
„Jú algjörlega. Það er alltaf heiður að vera valinn í landsliðið og þetta er eitthvað sem maður vill gera; maður vill reyna að komast á annað stórmót. Þegar ég spila fótbolta vil ég líka spila fyrir íslenska landsliðið og það er engin breyting á því."
Maður er fljótur að komast yfir það
Hann segir að það hafi verið gríðarlega svekkjandi að hafa ekki verið valinn í síðsasta glugga, í leikjunum gegn Úkraínu og Frakklandi.
„Ég tel mig enn geta komið með helling að borðinu og það var auðvitað gríðarlega svekkjandi. Þjálfarinn tekur sína ákvörðun og ég get alveg sagt að ég var ekki sáttur með hana en þannig er fótbolti, þjálfarar þurfa að taka erfiðar ákvarðanir. Ég er kominn aftur, þetta var svekkjandi síðast en maður er fljótur að komast yfir það."
Fór eitthvað í gegnum hausinn á þér að þú værir jafnvel út úr myndinni hjá Arnari, hefðir mögulega spilað þinn síðasta landsleik?
„Nei ég taldi það ekki vera þannig. Meðan ég spila fótbolta á ágætis 'leveli' tel ég mig geta komið með helling að borðinu. En nei, ég hafði það ekki á tilfinningunni."
Örugglega ekki margir sem hafa gert það
Jóhann er kominn með 99 landsleiki en Morgunblaðið vakti athygli á því að hans fyrsti landsleikur hafi einmitt verið gegn Aserbaísjan, þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í vináttulandsleik á Laugardalsvelli 2008.
„Fyrsti landsleikurinn var gegn Aserbaísjan og hvort sá hundraðasti komi gegn þeim líka verður bara að koma í ljós. Það eru örugglega ekki margir sem hafa spilað sinn fyrsta og hundraðasta gegn sömu þjóð. Við erum bara komnir hingað til að ná í þrjá punkta í fyrsta leik. Það er það sem skiptir máli. Þessi hundraðasti landsleikur kemur þegar hann kemur. Aðalmálið er að komast í umspilið og reyna að upplifa það aftur að komast á stórmót."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir Jóhann sig meðal annars um gengi sitt í Abú Dabí.
Athugasemdir






















