Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
   þri 11. nóvember 2025 14:00
Elvar Geir Magnússon
Bakú
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Andri hefur verið að spila mjög vel fyrir Blackburn í síðustu leikjum og kemur heitur inn í landsleikina.
Andri hefur verið að spila mjög vel fyrir Blackburn í síðustu leikjum og kemur heitur inn í landsleikina.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mjög mikilvægir leikir. Við byrjum á að spila gegn Aserbaísjan á erfiðum útivelli. Þetta verður aðeins öðruvísi leikur en leikurinn í Laugardalnum en er mjög spennandi. Svo vonandi úrslitaleikur gegn Úkraínu," segir Andri Lucas Guðjohnsen, sóknarmaður íslenska landsliðsins.

Ísland þarf sigur gegn Aserbaísjan á fimmtudaginn til að vera öruggt með úrslitaleik gegn Úkraínu í lokaumferðinni í næstu viku, um sæti í umspilinu um sæti á HM.

Andri segist finna það að íslenski hópurinn sé að slípast betur og betur saman í hverjum glugga.

„Hópurinn hefur verið mjög svipaður síðustu glugga og við erum að verða mjög gott lið. Það eru hlutir sem hægt er að bæta en margt mjög jákvætt í íslenska landsliðinu í dag. Með hverjum glugganum erum við að skapa fleiri færi og koma okkur í mjög góðar stöður."

Andri hefur verið að spila mjög vel fyrir Blackburn í síðustu leikjum og kemur heitur inn í landsleikina.

„Það tók mig nokkrar vikur að koma mér almennilega inn í hlutina og aðlagast enska umhverfinu. En hópurinn er mjög góður og mér líður mjög vel. Ég hef náð að spila vel síðustu leiki og vonandi heldur það áfram. Mér líður þægilega og vel inni á vellinum," segir Andri en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner