Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 01. júlí 2019 19:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ivan Prskalo í Njarðvík (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Félagaskiptaglugginn opnaði á Íslandi í dag og verður hann opinn næsta mánuðinn. Njarðvík, sem leikur í Inkasso-deildinni, var að bæta við sig leikmanni.

Á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands kemur fram að Njarðvík hafi verið að bæta leikmanni að nafni Ivan Prskalo við leikmannahópinn sinn.

Njarðvík er það lið sem hefur skorað minnst í Inkasso-deildinni, aðeins átta mörk í níu leikjum. Prskalo er framherji sem fæddur er í Bosníu árið 1995. Hann er 24 ára gamall.

Hann var á mála hjá unglingaliðum Hadjuk Split og Dinamo Zagreb í Króatíu og á hann sex leiki að baki fyrir aðallið Hadjuk, eitt stærsta félagið í Króatíu.

Hann hefur flakkað á milli króatísku A- og B-deildarinnar síðastliðin ár, en síðast lék hann með GOSK Gabela er liðið endaði á botni bosnísku úrvalsdeildarinnar.

Nú tekur vð nýtt ævintýri hjá honum í Njarðvík sem er í næst neðsta sæti Inkasso-deildarinnar. Njarðvík hefur tapað sex leikjum í röð í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner