Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 02. júlí 2019 11:29
Magnús Már Einarsson
Grindavík fær spænskan framherja (Staðfest)
Grindvíkingar sækja liðsstyrk.
Grindvíkingar sækja liðsstyrk.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Grindavík hefur samið við spænska framherjann Oscar Manuel Conde Cruz, kallaður Primo, en hann er kominn með leikheimild með liðinu.

Primo skoraði sex mörk í 34 leikjum í spænsku C-deildinni á nýliðnu tímabili með liði Gimnastic Torrelavega.

Grindavík hefur einungis skorað sjö mörk í tíu leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar og félagið hefur verið í leit að liðsstyrk fram á við.

Framherjinn Patrick N'Koyi er farinn frá Grindavík auk þess sem kantmaðurinn Rene Joensen gekk í raðir HB í Færeyjum. Auk Primo má búast við að Grindvíkingar bæti við fleiri mönnum í þessum mánuði.

Primo getur spilað sinn fyrsta leik með Grindavík þegar liðið mætir Stjörnunni á föstudaginn.

Primo er mættur í Draumaliðsdeild Eyjabita. Kemst hann í þitt lið?
Athugasemdir
banner
banner
banner