mið 03. júlí 2019 17:07
Elvar Geir Magnússon
Hilmar McShane og fyrrum leikmaður Chelsea í Njarðvík (Staðfest)
Tveir inn og tveir út
Hilmar Andrew McShane.
Hilmar Andrew McShane.
Mynd: Njarðvík
Njarðvíkingar, sem sitja í ellefta sæti Inkasso-deildarinnar, hafa fengið tvo leikmenn til sín og losað aðra tvo undan samningum.

Hilmar Andrew McShane kemur frá Grindavík á láni. Hilmar er tuttugu ára og uppalinn í Grindavík en hefur komið við sögu í Keflavík. Hilmar er sonur Paul McShane sem gerði garðinn frægan hjá Grindavík og Keflavík.

Þá hefur Njarðvík fengið miðjumann, Aliu Djaló. Hann er kallaður Kaby og er 27 ára. Hann var á sínum tíma í yngri liðum Chelsea en hefur verið hjá enska D-deildarliðinu Crawley frá 2016. Fyrr á þessu ári var hann leystur undan samningi við félagið en alls lék hann 65 leiki fyrir það.

Áður lék hann í Rúmeníu, Póllandi og Finnlandi.

Njarðvík hefur losað tvo leikmenn undan samningi: Alexander
Helgason sem kom í vetur frá Haukum. Alexander er miðjumaður sem hefur leikið sex leiki fyrir Njarðvík í sumar.

Spænski framherjinn Guillermo Lamarca er einnig farinn frá Njarðvík. Hann hefur leikið fimm leiki fyrir Njarðvík í Inkasso-deildinni en í fyrra lék hann fyrir Skallagrím í 4. deildinni. Lamarca ku hafa áhuga á að spila áfram hér á landi.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner