Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 03. júlí 2019 17:30
Elvar Geir Magnússon
Sevilla slær félagsmet með kaupum á Kounde (Staðfest)
Jules Kounde.
Jules Kounde.
Mynd: Getty Images
Sevilla hefur fengið til sín miðvörðinn Jules Kounde frá Bordeaux. Hann er keyptur á 25 milljónir evra og er því dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Fyrra metið var þegar Luis Muriel var keyptur fyrir tveimur árum.

Kounde er af benískum uppruna og er fimmti leikmaðurinn sem Sevilla fær til sín í sumar.

Þessi tvítugi leikmaður hefur spilað 70 leiki fyrir Bordeaux og var einn eftirsóttasti leikmaður franska boltans. Hann býr yfir miklum hraða og krafti.


Athugasemdir
banner
banner
banner