Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 03. júlí 2019 21:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Heimasíða Leiknis 
Sigurður Heiðar skrifar undir hjá Leikni út 2020 (Staðfest)
Sigurður Heiðar Höskuldsson og Helgi Óttarr Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Leiknis.
Sigurður Heiðar Höskuldsson og Helgi Óttarr Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Leiknis.
Mynd: Leiknir
Sigurður Heiðar Höskuldsson hefur skrifað undir samning við Leikni í Breiðholti um að þjálfa meistaraflokk karla út tímabilið 2020. Sigurður var aðstoðarmaður Stefáns Gíslasonar en var gerður að aðalþjálfara eftir að Stefán tók við belgíska liðinu Lommel.

Sigurður stýrði Leikni til sigurs gegn Keflavík í Inkasso-deildinni síðasta fimmtudag, í hans fyrsta leik sem aðalþjálfari.

Á heimasíðu Leiknis kemur fram að Sigurður hafi verið fyrsti kostur eftir að Stefán fór til Belgíu. Aðstoðarmaður hans verður Hlynur Helgi Arngrímsson sem þjálfað hefur yngri flokka hjá Leikni, Gróttu og Stjörnunni og var í þjálfarateymi meistaraflokks Gróttu.

„Fyrr í dag var staðfest að Hlynur yrði aðstoðarþjálfari. Það rímar algjörlega við stefnu Leiknis að vera með Sigga, Hlyn og Val Gunnarsson sem öflugt þjálfarateymi sem hefur sýnt og sannað færni sína í að vinna með og bæta unga leikmenn og eru auk þess miklir félagsmenn," segir á heimasíðu Leiknis.

Leiknir mætir Fjölni í Inkasso-deildinni á Leiknisvelli annað kvöld en hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner