fim 04. júlí 2019 15:13
Magnús Már Einarsson
Alexander og Lassane Drame í Þrótt V. (Staðfest)
Alexander Helgason.
Alexander Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Vogum hefur fengið liðsstyrk fyrir síðari hluta sumars í 2. deildinni en Alexander Helgason og Lassane Drame hafa gengið til liðs við félagið.

Alexander er miðjumaður sem kemur til Þróttar frá Njarðvík.
Alexander hefur spilað níu leiki í Inkasso-deildinni og Mjólkurbikarnum með Njarðvík á þessu tímabili en hann kom frá Haukum fyrir tímabilið.

Drame er framherji frá Frakklandi en hann skoraði átta mörk í sautján leikjum með Kórdrengjum þegar þeir fóru upp úr fjórðu deildinni í fyrra.

Guðbjörn Smári Birgisson hefur hins vegar yfirgefið herbúðir Þróttar og gengið til liðs við Hvíta Riddarann.

Þróttur er í tíunda sæti í 2. deildinni en liðið mætir Víði Garði í Suðurnesjaslag í kvöld. Alexander er kominn með leikheimild þar en leikheimild Drame tekur gildi á morgun.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner