Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 04. júlí 2019 11:08
Elvar Geir Magnússon
Ayoze Perez til Leicester (Staðfest)
Ayoze Perez.
Ayoze Perez.
Mynd: Getty Images
Leicester City hefur gengið frá kaupum á sóknarmanninum Ayoze Perez hjá Newcastle á 30 milljónir punda.

Perez, sem er 25 ára, skoraði tólf úrvalsdeildarmörk fyrir Newcastle síðasta tímabil. Samtals hefur hann skorað 48 mörk í 195 leikjum fyrir Newcastle en hann kom 2014.

Hann er annar leikmaðurinn sem Brendan Rodgers fær í sumar eftir að James Justin kom frá Luton Town.

Perez er 25 ára og hefur skrifað undir fjögurra ára samning á King Power leikvangnum.

„Ég er gríðarlega ánægður. Ég er stoltur af því að vera hluti af Leicester fjölskyldunni og ég get ekki beðið eftir því að byrja," segir Perez.



Athugasemdir
banner