Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 04. júlí 2019 21:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bojana hættir með KR (Staðfest)
Bojana Besic og Ragna Lóa Stefánsdóttir.
Bojana Besic og Ragna Lóa Stefánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bojana Besic hefur ákveðið að stíga til hliðar sem þjálfari KR í Pepsi Max-deild kvenna.

Þetta segir í tilkynningu frá KR-ingum í kvöld.

Það hefur lítið gengið hjá KR í Pepsi Max-deild kvenna í sumar og er liðið á botninum með aðeins fjögur stig úr átta leikjum. KR tapaði 1-0 gegn Selfossi í gærkvöldi.

„Ég er ekki svartsýn þó svo að þetta líti ekki vel út. Við þurfum að bæta okkur og fara að vinna leiki. Við tökum framförum í hverjum einasta leik," sagði Bojana eftir tapið í gær, en viðtalið má sjá hérna.

Bojana tók við KR í október 2017 og stýrði hún liðinu í áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra.

Ragna Lóa Stefánsdóttir, sem hefur verið aðstoðarþjálfari, mun stýra liðinu þar til annað verður ákveðið.

Tilkynning KR
Bojana Kristín Besic hefur óskað eftir því við stjórn Knattspyrnudeildar KR að fá að stíga til hliðar sem þjálfari meistaraflokks kvenna.

Ákvörðun þessi er tekin af yfirvegun og í mesta bróðerni en ástæðan er að gengi liðsins er undir væntingum.
Stjórn knattspyrnudeildar hefur samþykkt þessa beiðni Bojönu.

Bojana Kristín mun áfram sinna starfi yfirþjálfara yngri flokka kvenna hjá KR.

Ragna Lóa aðstoðarþjálfari mun stýra liðinu þar til annað verður ákveðið.

Stjórn Knattspyrnudeildar KR
Athugasemdir
banner
banner
banner