banner
   fim 04. júlí 2019 14:30
Magnús Már Einarsson
Ingimar Elí í Kára (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Ingimar Elí Hlynsson hefur gengið til liðs við Kára og mun leika með liðinu í 2. deildinni út þetta tímabil.

Ingimar hefur undanfarin ár leikið með HK en hann flutti til Englands vegna vinnu síðastliðið sumar og missti af síðari hlutanum á síðasta tímabili af þeim sökum.

Ingimar er nú fluttur heim og mun leika með Kára í 2. deildinni út tímabilið.

Á ferli sínum hefur Ingimar einnig leikið með ÍA, BÍ/Bolungarvík og KF en hann ólst upp á Ólafsfirði áður en hann fór um tíma til FH.

Ingimar á að baki ellefu leiki í Pepsi-deildinni og 73 leiki í Inkasso-deildinni.

Kári er í 11. sæti í 2. deildinni, tveimur stigum frá öruggu sæti, en liðið mætir botnliði Tindastóls á heimavelli í kvöld. Þar getur Ingimar spilað sinn fyrsta leik með Kára.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner