Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 04. júlí 2019 11:06
Magnús Már Einarsson
Rodri dýrastur í sögu Manchester City (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur keypt miðjumanninn Rodri á 62,5 milljónir punda frá Atletico Madrid.

Rodri er dýrasti leikmaðurinn í sögu Manchester City en fyrra metið hljóðaði upp á 60 milljónir punda þegar Riyad Mahrez kom frá Leicester í fyrra.

Rodri er hugsaður í það hlutverk að taka við af Fernandinho í hlutverki varnartengiliðs.

Rodri, sem er 22 ára, hefur aðeins leikið eitt tímabil með Atletico en hann kom frá Villarreal fyrir ári síðan.

Hann hefur leikið fimm landsleiki fyrir Spán undanfarið ár en horft er á hann sem arftaka Sergio Busquets í spænska landsliðinu.

Athugasemdir
banner
banner
banner